Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1962, Page 21

Muninn - 01.05.1962, Page 21
BRIDGEÞÁTTUR Einhvers staðar stendur, að fall sé farar- heill. Að minnsta kosti huggaði ég mig nreð þessu máltæki í haust á aðalfundi félagsins, þegar fimm félagar voru mættir. En litla huggun hef ég fundið síðan. Tilkoma setu- stofunnar liefur að vísu glætt spilaáhuga nemenda, en sá áhugi hefur ekki verið nýtt- ur sem skyldi af stjórn félagsins. í stað þess að endurnýja spil félagsins, hefur eign þess rýrnað. í stað þess að hafa úti allar klær um fjáröflun, eru félagsgjöld óinnheimt. Já, mig langar til að skammast út í stjórnina, en finn, að undirrót þeirra skamma gæti verið sú, að formaðurinn sé mér fremri í spilamennsku. Fyrstu merki þess, að félagið væri á lífi, komu í nóvemberlok. Þrátt fyrir látleysi auglýsingar mættu tíu pör til leiks í tví- menningskeppni félagsins. Efstu pör urðu: E Guðmundur Agnarsson og Halldór Gunnarsson, 286 stig. 2. Sigurjón N. Olafsson og Ingimundur Árnason, 231 stig. 3. Ole Bieltvedt og Georg Tryggvason, 230 stig. Þessi keppni byggist nokkuð á heppni, svo að þessi úrslit sýna ekki, hverjir eru beztir, heldur hverjir eru heppnastir. Guðmundur er snjall og flýtir sér ekki að neinu. Til þess að geta orðið góður spila- maður er fyrsta skilyrðið að vera rólegur. Hann hefur að minnsta kosti þann eigin- leika. Um sjálfan mig get ég lítið dærnt, nema livað ég veit, að skapið hleypur oft með mig í gönur. Sigurjón og Ingimundur eiga oft dágóð spil, en skap beggja er mikið, og það er ekki að sökum að spyrja, þegar spilað er með skapsmunum. Ole og Georg gekk illa í fyrstu, en sóttu í sig veðrið og unnu síðustu umferð. í þessum spilum kom fyrir margt skemmtilegt. Einu sinni var t. d. sagt al- slemm í grandi, ás og kóngur í sama lit úti — og sem meira var, það stóð. í febrúar hófst sveitakeppnin. Nú dugði ekki látleysi aug- lýsingarinnar. Aðeins fjórar sveitir mættu til leiks. Efst varð sveit Helga Frímanns. í henni voru auk hans: Cecil Haraldsson, Hannes Haraldsson og Halldór Gunnars- son.. í þessari keppni sýndu þeir Helgi og Cecil livað í þeim bjó, og fannst sumum tími til kominn. Helgi er líklega bezti spila- maður í skólanum núna. Hann er glúrinn og fær oft skemmtilegar hugdettur. Cecil er góður, en „nennir“ ekki alltaf að svína. Hannes er bezti spilamaður í V. bekk. í öðru sæti varð sveit Sigurjóns N. Ólafs- sonar. Þeir áttu mjög slæman leik á móti Helga, en ágæta leiki á móti hinum. IV.-bekkingar, sem hafa lítið látið að sér kveða í bridge, höfðu næstum unnið sveit Helga. Sveit Helga var heppin að ná jafn- tefli við þá. Þeirra beztur var Viktor Guð- laugsson. Sunnudaginn 8. apríl var spilað við KEA á sjö borðum. Máltækið segir, að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. Mér dettur þetta í hug, af því að samvinnumenn liafa ætíð nnnið okkur í þessum leik. Núna töp- uðum við með 14 stigum gegn 28. og segja, hvað ég hef lært af því að spila bridge hér í fjóra vetur: Að síðustu ætla ég að vera hreinskilinn í fyrsta lagi: Bridge er tímaþjófur. I öðru lagi: Bridge er nautn. Þess vegna óska ég þeim, sem kunna ekki bridge, til hamingju, en undir niðri vor- kenni ég þeim. Ekki er hægt að skilja svo við bridgeþátr, að spil fylgi ekki með. MUNINN 93

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.