Muninn - 01.05.1962, Síða 25
AÐ VETRI LOKNUM
Þetta er síðasta tölublað 34. árg. Mun-
ins, og er starfi mínu við blaðið því lokið.
Ég þakka ritnefnd og auglýsinganefnd gott
samstarf í vetur, svo og ábyrgðarmanni.
Sérstakar þakkir vil ég þó færa Leó Krist-
jánssyni, er verið hefur fulltrúi \7I. bekkjar
i ritnefndinni í vetur og unnið einkar gott
starf. Einnig þakka ég öllum þeim öðrum,
er lagt liafa Munin lið í vetur. Án stuðnings
þeirra ætti blaðið efalaust mjög erfitt npp-
dráttar. Af þessum mönnum er rétt að til-
greina einn sérstaklega, Kristján Kristjáns-
son í VI, bekk, sem verið hefur blaðinu
mjög þarfur.
Þá vil ég færa Prentverki Odds Björnsson-
ar h.f. beztu þakkir fyrir sérstaka lipurð og
greiðasemi í viðskiptum. Blaðið nýtur veru-
legra fjárhagslegra fríðinda hjá P. O. B. og
stendur því stöðugt í mikilli þakkarskuld
við fyrirtækið, og er enda ósennilegt, að
hægt væri að gefa blaðið út án þessara fríð-
inda.
Ég hef athugað lauslega, hverjir ritað hafa
í blaðið á vetrinum. Má segja, að það séu 24
nemendur, ef þeir eru taldir, sem ritað hafa
að meira eða minna leyti sjálfstæðar greinar.
Er nær helmingur þeirra úr VI. bekk, fjórð-
ungurinn úr V. bekk og jafn margir úr IV.
bekk, en aðeins einn þriðjubekkingur. Mér
finnst athyglisverðast í þessu sambandi, hve
lítið þriðjubekkingar hafa látið að sér kveða.
Er raunar stórfurðulegt, að einungis einn
maður af 120 manna liópi skuli bera sig að
því að sína ritnefnd andlega framleiðslu
sína. Ef vel ætti að vera, ætti heill hópur
þriðjubekkinga að vera áfjáður í að skrila,
og raunar ætti þá ritnefndin að fá svo mikið
efni í hendur frá nemendum yfirleitt, að
Iiægt væri að kasta helmingnum úr og hafa
blaðið samt 25—30 síður og lesbók að auki!
Þetta heitir auðvitað nöldur, En það nöldra
fleiri en ritnefndin.Sumir skammast stöðugt
yfir því, hve lélegt efni birtist í Munin (eins
og þeir orða það). Ég get frætt ykkur á því,
hvernig blaðið yrði, ef aðeins væri birt vin-
sælasta efnið. Þá yrði ekki í því annað en
myndir og skrýtlur. Væri hins vegar aðeins
birt það efni, sem menn vilja lielzt skrifa,
yrði blaðið mestmegnis skammir og nöldur
urn kennsluhætti, kennara og nemendur,
og auk þess varla meira en 4—8 síður að
stærð! Hér verður að finna einhvern meðal-
veg, en hann er auðvitað bæði vandfundinn
og vandrataður, eins og aðrir meðalvegir, og
því má sífellt um hann deila.
Starf mitt við Munin hefur ekki aukið
á bjartsýni mína í sambandi við félagsmál
hér í skólanum. Allt of margir eru stöðugt
alveg óvirkir í félagsstarfseminni, án þess þó
að eyða tíma sínum í nokkuð gagnlegt, ann-
að en námið (ef þeir þá eyða nokkrum tíma
í það). Ég kann ekki við að telja upp, hvað
margir þessara manna virðast gera við mikið
af tíma sínum, en hollt væri þeim að hug-
leiða það, að tími er ef til vill það eina, sem
ekki er hægt að vinna upp aftur seinna að
neinu leyti, hafi honum verið sóað til einsk-
is. Einnig væri ekki úr vegi að benda þess-
um sömu heiðursmönnum á það, að tíminn
er dýrmætari á fyrri hluta ævinnar en síðari
hlutanum; að því má auðveldlega færa gild
rök. Afleiðingin af þessu verður sú, að þeir
fáu, sem að félagsmálunum vinna, eyða í
þau tiltölulega mjög miklum tíma, án þess
ef til vill að sjá nokkurn verulegan árangur
verka sinna og þeirra fáu annarra, sem með
þeim vilja vinna.
Ég hef nú þessi orð mín ekki fleiri, en
leyfi mér að óska eftirmanni mínum, Rögn-
valdi Hannessyni, heilla í starfi, og vona,
að undir stjórn hans og annarra eigi Mun-
inn eftir að njóta farsældar um ókomin ár.
Björn Teitsson.
muninn 97