Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.1966, Side 3

Muninn - 01.11.1966, Side 3
B L A Ð m u n i n n MENNTASKOLANS A AKUREYRl 1. tbl. 39. árg. A. D. MCMLXVI r Avarp ritstjóra Lesandi góður. hér hefur Muninn flug sitt í þrítugasta og níunda sinn. Nýir starfskraftar standa að vísu að honum, en andi hans er sá sami og var fyrir tíu eða tuttugu árum, já, jafnvel sá sami og í fyrsta tölublaði fyrsta árgangs. Eins og allt það, er að félagsmálum lýtur hér í skóla, hefur Muninn átt sína öldudali. Við því er raunar ekkert að gera, enda ráða þar aðstæðurnar mestu, og á ég í því sambandi ekki sízt við nemendur sjálfa. Hin sífellt skólalæga plága, pennaletin, hefur allt frá upphafi staðið blaðútgáfu hér í skóla talsvert fyrir þrifum. Þykir okkur sú staðreynd hryggileg, að verð- andi menntamenn skuli ekki hafa dug í sér til að miðia skólablöðunum af sköpunargáfu sinni, en sköpunargáfan er að mínu áliti miklu almennari en raun ber vitni. Hefur þú íhugað þá staðreynd, lesandi góður, að þetta blað er í raun- inni þitt eigið? Það er mikill misskilningur, ef menn ætla, að ritnefnd ein- göngu skuli standa undir útgáfu blaðsins og skrifa það, sem í því birtist. Muninn er aðeins eitt tækifæri af mörgum, sem nemendum eru gefin til að tjá sig og skoðanir sínar og koma ritsmíðum sínum á framfæri. Það skyldi enginn ætla, að efni það, er blaðinu berst frá mjög þröngum hópi skrif- finna, sé algjörlega gallalaust. „Enginn verður óbarinn biskup“, segir mál- tækið, og þeir menn, sem hér eiga hlut að máli, hafa allir einhvern tíma sætt gagnrýni frá ritnefnd, enda er ritnefnd til þess kjörin að velja úr efni og benda mönnum góðfúslega á galla, sem e. t. v. fyrirfinnast í ritsmíðum þeirra. Ritnefnd hlær ekki að byrjendum og varpar verkum þeirra fyrir borð, heldur reynir að greiða götu þeirra og vera þeim innan handar, svo framar- lega sem þeirra þekking og reynsla veitir tilefni til. En hér er sem sé Muninn kominn í allri sinni reisn, oe vona és, að 7 o o7 spjall mitt hér að ofan verði til þess, að menn hendi penna sinn á lofti og auki enn við reisn og virðingu Munins með skrifum sínum. Pax tecum. Jósep Blöndal. MUNINN 3

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.