Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 9

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 9
að orði: „Ja, taki nú liver hauslaus of- an.“ Á Húsavík skiptist hópurinn í tvennt. Sumir tóku sér ferð á liendur og skoðuðu hin illræmdu Tjörneslög, en aðrir létu sér nægja að syngja þau, meðan þeir mældu götur á Húsavík. Dulítill dans var tramp- aður í Hlöðufelli, og var þar Steingrímur nokkur manna ákafastur. Eftir hopp tals- vert, var slegið í gæðingana á ný og ekið drjúgan, þar til hillti undir Laxárvirkjun. Var mönnum þar befalað að stíga út og kanna fyrirbærið. Er ekki getið um, að nokkur hafi impónerazt við sýnir þær, er þarna voru á boðstólum, utan er Jón Eldon tók á sig rögg ásamt fleiri fullhugum og kleif geymi einn ferlegan, er þarna var til staðar. Á niðurleiðinni gerðist það, að neðsti hluti stigans var fjarlægður, og varð Jón því að hanga góða stund, unz hann áræddi að láta sig falla niður. Var honum og hans tilburðum lagnað að verðleikum. Leið nú óðum að heimferð. Sneru túrist- ar hnuggnir frá hinum blómlegu byggðum Þingeyinga. í skapvonzku sinni hófu aftari- bílsmenn að níða Jakob og bókasafnsnefnd, en hann brást hinn bezti við, og sneru menn sér þá að Ásbirni, en hann virtist hvorki sjá né heyra. Urðu gárungar því fljótt leið- ir. Sungin voru nokkur ágæt tilbrigði við stefið: „Og hrærir skyr í stórri, sterkri steypuhrærivél“ undir handleiðslu þeirra Magnúsar, Hilmars og Árna. Rennt var að Heimavistinni um kl. 19.30 við tilheyrandi júbileum. Var marserað í kringum Vistina og sungið. Egill var síðan tolleraður þrisv- ar, en hans fararstjórn og allt viðmót höfðu verið til fyrirmyndar og öllum til ánægju. Bílstjórarnir, þeir Leifur og Jón, neituðu tortúrinu og voru því húrraðir í þakkar- skyni fyrir prýðisstjórn farartækjanna. Loks var skólasöngurinn sunginn, en ræðuhöld voru engin, þar sem Einar Halla var ekki með. Engar vísur voru heldur kveðnar, enda Ragnar heirna að lesa latínu. Hélt nú hver til síns heima, og kann ég þessa sögu ekki lengri. J. Bl. MUNINN 9

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.