Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 23

Muninn - 01.11.1966, Blaðsíða 23
PRO MILLE KVEÐJA TIL ÞÓRIS SIGURÐS- SONAR VORIÐ 1966 Hjá skarpgáfuðum kennara á skólabekk ég sat, ég skildi þetta dræmt í allan vetur. Þó reyndi ég af alhug að gera hvað ég gat, það gerir ekki nokkur maður betur. Þó reyndir þú að kenna, þú leitaðir og last, þú lifðir meðal okkar heilan vetur. í kennslustundum öllum þú gerðir hvað þú gazt, það gerir ekki nokkur maður betur. Nú skilja vorar leiðir á lífsins gönguferð, og ljúft er mér að yrkja til þín stefið. Þótt einkunn mín sé sparleg og ekki mikils verð, mun okkur báðum verða fyrirgefið. R. Við Menntaskólann var mánaðarfrí, mest til að þóknast okkur. Og fólkið það gladdist og fagnaði því, frelsið er betra en nokkur flaska, sem gutlar alkohól í, eða afgamall fjórhjóla rokkur. En það er svo margt, sem reynist raun fyrir reynslulausan og ungan svein, sem veraldarinnar ei kennir kaun, og kannast ei neitt við vínsins mein. Hans er að uppskera „heimsins laun“, hans er að lenda á meistarans bein. í huga mér sé ég þá hryggðarsýn, er hingað ég kom í þriðja bekk. í framtíðarljóma var menntun mín, sem mánaskin yfir kvíastekk. Nú sit ég á barnum og blanda vín og borga með fölskum tékk. K. MUNINN 23

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.