Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 4
ann á „Lákanum". Svo bíður hún í makindum, þar til karl sér ekki út úr
augum sakir vínþokunnai', og þá er hinn nytsami sakleysingi dreginn í hverja
verzlunina a£ annarri, og kerling þurrkar buddu hans, á meðan hann heldur
áfram að væta sálina. Síðan vaknar sá gamli að morgni aðfangadags, er smiðir
sálarinnar ganga berserksgang við það að lagfæra það, sem hrunið liefur við
loftárás áfengisins. Mynd frelsarans hverfur innan um hangikjöt, vínflöskur,
gjafir og timburmenn, sú mynd er nú orðin gamaldags og óhuglægt fyrir-
bæri. Sú tíð er á enda runnin, er börnin gerðu sig ánægð með „rauðan vasa-
klút“, svo sem Matthías minnist á í kvæði sínu um jólin. Rauður vasaklút-
ur þætti léleg gjöf í dag, enda er enginn svo lágkúrulegur, hversu fátækur
sem hann er, að hann geri sig sekan um slíkan nirfilshátt.
Sú spurning hefur löngum verið ofarlega í huga mér, livað valdi hinum
ört vaxandi trúardoða okkar íslendinga. Ef til vill er ástæðunnar að leita
í þeim gífurlegu umbyltingum, sem orðið hafa á högum og háttum lands-
manna síðustu áratugi. Að mínum dómi er þó höfuðorsökin sú, að óttinn
liefur ekki knúð dyra hjá okkur, en óttinn er eitt þeirra hugtaka, sem knýja
menn til að leita á náðir trúarinnar og styrkja hann í henni um leið, því
að allt hlýtur að líða undir lok, sem ekki er við haldið. Með hugtakinu
„ótti“ á ég við almennan ótta og þá fyrst og fremst stríðsóttann. Við höfum
aldrei þurft að bergja á hinum beiska kaleik stríðshörmunganna, heldur
höfum við þvert á móti notið góðs af barningi frændþjóða vorra.
í Svíþjóð er ástandið í trúmálum áþekkt því, sem hér er. Við athugun
á orsökum þess, hljótum við að gefa því gaum, að þeir hafa á þessari öld
getað viðhaldið hlutleysi sínu, þó að þeir séu á því sviði mun verr settir en
við, þar sem þeirra land er meginlandsríki, en ísland sker á reginhafi. Þeir
hafa, líkt og við, hagnazt á styrjöldum, enda er Svíþjóð nú ríkast Norður-
landa að ljármunum. En hinn andlegi auður virðist mjög rýr, ef tekið er til-
lit til aðstæðna, og jafnvel þó þess sé ekki gætt. Þar er jafnvel meiri trúar-
doði en hér, einkum meðal yngri kynslóðarinnar. í kjölfar rýrnandi virð-
ingar fyrir trúnni á Guð og kirkjuna fylgir síðan grunnhugsað eða óhugs-
að mismunarmat á góðu og illu. í Svíþjóð ríkir þvílík óöld morða og ann-
arra afbrota, að þess gerast varla dæmi í siðmenntuðum ríkjum. Að vísu
er ástandið hvergi nærri svo slæmt hér, en þó hefur margt farið til verri
vegar. Drykkjuskapur unglinga fer sífellt í vöxt, og það er hryggileg stað-
reynd, að á því sviði eru menntamenn sízt í minni hluta. Hjálpsemi við
náungann er tæplega til, nema ef vera skyldi sú, sem fólgin er í merkjasöl-
unt og kaupum og öðru ámóta. Það fer ekki fram hjá neinum þenkjandi
manni, að gamla fólkið segir satt, þegar það fullyrðir, að æskulýðurinn í
dag sé miklu verri æskulýður en þegar það var sjálft æskulýður. Margar
breytingar til hins verra mætti nefna, en það fer betur á því, að menn skoði
hug sinn sjálfir og reyni að breyta eftir sínu hugarfari og mati, því að agi
sá, er hér um ræðir, verður ekki fenginn með utanaðkomandi áhrifum.
Hvað blað þe'ita, sem nú berst ykkur í hendur, áhrærir, er það mun fjöl-
breyttara að efni en hið fyrsta. Að vísu ber enn nokkuð á upptalningum, en
það stafar af þeirri ákvörðun ritnefndar að skipta þeim að einhverju leyti
40 MUNINN