Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 37

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 37
fella mætti leikfimieinkunn niður á stú- dentsprófi. Guðrún Pálsdóttir, III. A.: Mér finnst alveg sjálfsagt, að leikfimieinkunn komi fram á stúdentsprófsskírteini, en hins vegar er það vafamál, hvort reikna skal hana með aðaleinkunn. Þeir eru margir, og raunar alltof margir, sem ekki hafa hæfileika til íþrótta, en eru mjög duglegir á öðrum svið- um. Leikfimieinkunn á að koma fram, vegna þess að þetta er námsgrein, sem mönnum er kennd alla veturna í menntaskóla og ættum við því að vera nokkuð fær í henni á loka- prófi. Ég tel þetta líka eina gagnlegustu námsgreinina og tvímælalaust þá skemmti- legustu. Einnig eru nokkrir, sem fara í íþróttakennaraskóla, að afloknu prófi, og þá er sjálfsagt gott fyrir þá að geta sýnt sína leikfimieinkunn. Hannes Sigurðsson, III. B.: Svar mitt er nei. Ég álít, að eigi skuli láta leikfimieink- unn hafa áhrif á stúdentsprófseinkunn, þar sem andlegt og líkamlegt atgjörvi fer ekki alltaf saman, þó að stundum sé svo. Ég veit ekki betur en menntaskólar séu til þess að ala upp og mennta tilvonandi embættishafa og framámenn landsins. Ég sé enga ástæðu til þess, að þessir menn, ef þeir eru ekki góðir leikfimimenn, fái lægri einkunn sök- um þess, að þeir geta ekki hoppað á þennan kant eða hinn. Ekki álít ég heldur mikla þörf fyrir — vegna starfans, sem þeir undir- búa nú — að þeir séu menn fimir og sterkir, þó að líkamsþróttur sé heillandi kostur, og afar skemmtilegur útá við. Finnbogi Jónsson, III. D.: Þessari spurn- ingu mundi ég svara neitandi. Það kemur oft fyrir, að sæmilesrir námsmenn eru ekki góðir í leikfimi, og tel ég enga ástæðu til að fara e. t. v. að fella þá á henni. Ég tel að þeir geti alveg eins unnið sín störf í þjóðfélag- inu þó að þeir geti ekki gengið á höndum um þvert gólf og endilangt. Sem dæmi má nefna mann, sem nær prófi eingöngu vegna þess að leikfimi var með. Ekki er hann neinu bættnri í þeim fræðum, sem hann hyggst leggja stund á, þó að hann sé góður íþróttamaður. Hver sá, sem vill nema í- þróttir, ætti að fara í íþróttaskóla, en til að komast þangað þarf ekki stúdentspróf. Ragnheiður Stefánsdóttir, leikfimikenn- ari: Ég tel það réttmætt, að leikfimieinkunn komi fram á stúdentsprófsskírteini. Leik- fimin er skyldunámsgrein í skólum og þess vegna finnst mér, að árangur í þeirri náms- grein eigi að sjást, ekki síður en í hinum. Það er vonandi hverjum manni ljóst, að vöðvi, sem aldrei fær að starfa, rýrnar. í leik- fimitímum er ætlazt til, að sem flestir vöðv- ar fái að starfa og þar með séu leikfimitím- arnir til styrktar líkamanum. Nemendum, sem sitja mikinn hluta dagsins, er því bráð- nauðsynlegt að sækja leikfimitímana. Leik- fimieinkunnin sýnir árangur af starfi nem- andans í leikfimitímum og þess vegna er óréttlátt, að hún komi ekki fram á stúdents- prófsskírteini, eins og einkunnir annarra skyldunámsgreina. Hitt er annað mál, að ég tel ekki heppilegt, að leikfimieinkunn geti haft áhrif á aðaleinkunn, þar eð nemandi, sem á gott með bóklegt nám, getur átt erfitt með að stjórna líkama sínum, og leikfimi- einkunn þannig dregið aðaleinkunn hans niður, sem verður yfirleitt til að draga úr áhuga viðkomandi nemanda á íþróttum. Slíkum nemanda er þó engu minni nauð- syn á að stunda leikfimi en þeim, sem geng- ur vel í leikfimitímum. (Tekið skal fram, að fólk það, er svarar spurningunni, er algjörlega valið af handa- hófi, einn úr hverri deild og einn kennari). MUNINN 73

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.