Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 11

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 11
að hola því niður á Teríunni." Og með það er hann þotinn. Eftir að Sigurður hefur verið undinn rækilega, afráðum við að sækja málfund. Ber þar Ebenezer fyrir sjónir fyrstan manna, hvar hann situr og spilar bridge. Er hann að raula lagstúf fyrir rnunni sér, og við fær- um okkur nær til að heyra betur: „Ég spurði Hermann, hvað liann héldi verða bezt til hjálpar skólakórnum, sem að áföllum nú verst. ,Syngi hver með sínu nefi‘, sagði hann fyrir rest.“ Við forðum okkur hið snarasta út úr þessu andlega hortittabæli og göngum ofar. Ætlunin er að snapa viðtal uppi á Jötun- heimum við mann þann, sem mest talar í síma af öllum vistarbúum, eða á efsta gangi við mann þann af Skaganum, sem mest hest- húsar af mat í Mötuneyti M. A. En sem við örkum framhjá Jacob’s Foundation, berast okkur til eyrna þvílík ógrynni samantvinn- aðra blótsyrða, að jafnvel skrattanum hefði þótt nóg um. Reyndist súpan korna frá lestr- arsal fyrrgreindrar stofnunar, og rennum við þegar á hljóðið. Situr þar Jósep ritstjóri, vort andlega sverð og skjöldur, einn manna, enda ekki liægt að búast við, að nokkur haldist við í þvílíkum hafsjó særinga og blótsyrða. Kveðst hann vera að vinna að íslenzkuritgerð sinni: „íslenzk blótsyrði að fornu og nýju“, hafi þegar þurrausið ís- lenzk-íslenzku orðabókina, en ekkert fundið nógu kjarnyrt, og sé því að pæla í fornyrða- safninu.“ „Fari það í hoppandi, hurðarlaust, heitasta horngrýtis lielvíti. Mikið andskot- ans djöfull og helvíti er þetta grábölvanlega og ansvíti skemmtilegt efni, þessi skratti," segir hann og nýr lófana. Nú líður yfir Sig- Jak. og rankar hann ekki við sér, fyrr en búið er að bera hann langleiðina niður að skólanum, en þar ætlum við að gera næstu innrás. í bakdyrum Gömlu vista mætum við manni, sem er svo gatslitinn af þrælkun og kúgun, að okkur hrýtur alkóhól úr auga. Hann lieldur á snjáðum blaðsneplum. „Birtið þetta í Muninn,“ segir hann skjálf- andi röddu, sem bendir til þess, að hann hafi þolað ýmislegt misjafnt um ævina. „Ég hefi lagt allt mitt í þetta eina skáldverk.“ Og við sjáum aumur á honum og tökum við blöðunum. Er inn kemur, dettum við beint inn í þrekvaxinn líkama eins fjórðubekkings. Tottar hann pípu sína makindalega og er niðursokkinn í að skilgreina tilvonandi for- mann bekkjarráðs fjórða bekkjar: „Sá mað- ur verður að vera einbeittur og sterkur karakter. Auðvitað þarf hann einnig að vera mikill sjarmör og hafa djúpa og heims- mannslega rödd. Ekki mundi heldur skaða, að hann væri stórgáfaður og mikið stærð- fræðisjení. Kísill kemur auðvitað ekki til greina; hann hefir fáa eða enga þessara hæfi- leika, og að auki er hann störfum hlaðinn. Enginn kemur til greina úr máladeildinni, og ekki lízt mér heldur á bekkjarfélaga Kís- ils. Það er einna helzt, að einhver góður úr IV. S. a. geti staðið undir þessum þunga klafa ábyrgðar. Ja, ég er náttúrulega svona sæmilegur og auk lieldur hef ég sterk öfl við að styðjast.“ Við látum mann þennan einan um sál- greiningar sínar, því að nú verðum við að nota tímann vel. Enginn okkar gengur með klukku, svo að við vindum okkur að einum hökusveppaprúðum kennara og spyrjum sakleysislega, hvað klukkan sé. „Klukkan, já, klukkan, sko. Hún er grænbleik dós með gleri framan á en tökkum aftan á, en hvað kernur það annars ykkur við, sem hvorki eruð súrir né basískir í þessu lífi, sem er ekkert annað en brennivínslækur með fæð- ingu framan á en dauða aftan á. Annars getið þið spurt þennan", segir spekingurinn og bendir með penni hendi á mann nokk- urn, sem stendur inni í þvottaherberginu og straujar peningaseðla af mikilli vand MUNINN 47

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.