Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 14
ANNALIS
SCHOLAE
Upp hefur annál, þar sem frá var horfið i
síðasta blaði, enda þótt fátt liafi á daga drif-
ið í nóvember. En það eitt má með eindæm-
um telja, að starfsemi Hugins sé svo dauf á
þessum tíma, að um það sé næstum tóman
penna að tutla.
liifrastarnemendur voru hér á ferð í byrj-
un mánaðarins. Bar lítið á gestrisni menntl-
inga í því tilefni. Níddust þeir á samvinnu-
mönnum í knattspyrnuleik á velli skólans,
og það í vitlausu veðri, svo að enginn hafði
ánægju af.
Laugardaginn 5. nóvember voru skipaðar
nefndir til undirbúnings árshátíðar skólans
1. desember. Um kvöldið hélt svo íþrótta-
félagið dansleik á Sal. Heppnaðist hann vel
að vonum.Birtist þar íþróttaspíritus Scholae
í pokahlaupssigri vitmanna yfir búkmennta-
mönnum. Einnig kepptu tvær stúlkur í
reiptogi, og vann önnur og hennar menn.
Sú var í í. M. A.
Þann 11. var gefið mánaðarfrí vegna af-
mælis Matthíasar. Minntust 5. bekkingar
þess með dansiballi í Sjálfstæðishúsinu. Þar
voru sýndir þjóðdansar.
Á laugardag var afmælisins minnzt á Sal.
Talaði settur skólameistari um skáldið, les-
ið var úr verkum þess og sungin nokkur
lög við texta Matthíasar. Salurinn var
skemmtilegur, enda var þar fjölmennt fram-
an af.
Á mánudagskvöld 14. nóv. fór fram bók-
menntakynning í setustofunni. Kynntur
var Sigurður Nordal. Fluttu kennararnir
Gísli Jónsson og Árni Kristjánsson stutt er-
indi um fræðimanninn og höfundinn. Á
eftir lásu nemendur úr verkum Sigurðar.
Heppnaðist kynningin prýðilega, þ. e. a. s.
ilytjendur stóðu sig með ágætum en hlust-
endur miður, því að allt of margir voru að
tínast út, á meðan á flutningi stóð. Er slíkt
til skammar þeim, sem hlut eiga að máli.
Því má skjóta hér inn í, að L. M. A. hef-
ur ráðið til sín Erling Halldórsson leikara,
og hefur hann leiðbeint á framsagnar-nám-
skeiði, sem staðið hefur yfir. Einnig stjórn-
ar hann æfingum á leikritinu „Biedermann
og brennuvargarnir“, sem Leikfélagið
hyggst sviðsetja eftir jólin.
Þann 17. nóv. gerðust tveir stórviðburðir.
Annars vegar féll dómur í handritamálinu
úti í Kaupmannahöfn, og hins vegar komst
á Laugalandsheimsóknin alræmda. Blakti
fáni við hún yfir skólahúsinu vegna fyrri
atburðarins, en menntlingar fengu varmar
viðtökur lijá I.augalandsmeyjum um kvöld-
ið. Komu þeir allir aftur, þegar langt var
liðið á nótt og létu vel af sinni för. En dag-
50 MUNINN