Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 26
Þó að sólin skíni
Ég hafði fellt tjaldið í bíti um morguninn,
síðan hafði ég gengið frá farangri mínum
og borið hann niður á bryggjuna, því að
þar gat ég víst verið óhræddur um hann.
Þegar ég hafði lokið þessu, hafði ég gengið
upp í hlíðina til að tína grös og blóm.
Veðrið var með afbrigðum gott, gat naum-
ast verið betra. Blæjalogn var, svo að ekki
blakti hár á höfði. Sólin liellti geislaflóði
sínu yfir hauður og haf. Sjórinn var sléttur
sem fægður spegill, sem fjöllin, há og tign-
arleg spegluðu sig í, grasigróin hið neðra en
skriðurunnin og klettótt hið efra. Fjöllin
voru hæst lengst út með firðinum, en fóru
lækkandi eftir því, sem innar dró, og fyrir
botni fjarðarins breiddu sig lágar, víðáttu-
miklar og grasigrónar heiðar til suðurs. Æð-
arfuglinn synti í flæðarmálinu, og krían,
sem átti sér hreiður uppi á sjávarkambin-
um, flaug lágt og stakk sér við og við eftir
æti. í hlíðinni voru nokkrar lagðprúðar
sauðkindur á beit.
Ég hafði komið hingað með flóabátnum
síðasta miðvikudag og var því búinn að
vera hér í viku. Hér hafði ég fengizt við
grasasöfnun vegna rannsókna minna á viss-
um útnesjaplöntum, sem ég síðan ætlaði að
nota sem uppistöðu í prófritgerð mína. Mér
hafði áskotnazt mikið af plöntum, enda
hafði ég verið á ferli mestan hluta sólar-
hringsins, festi aðeins hænublund þá stuttu
stund, sem sólin var undir hafsbrúninni
lengst í norðri.
Þegar ég leit upp, sá ég, að flóabáturinn
var að leggjast að bryggju. Hér var ekki til
setunnar boðið. Ég hélt því í skyndi niður
á bryggju, og þegar ég hafði komið farangri
mínum um borð, sem aðeins var tjaldið,
bakpokinn og grasatínan, lagði báturinn
aftur frá landi.
Ég sá, að fyrir utan mig var aðeins einn
farþegi. Það var eini íbúi fjarðarins, sem ég
hafði fyrirhitt. Hann stóð þarna fram í
stafni, gamli maðurinn. Hann var á að gizka
70 ára, hávaxinn og grannvaxinn, en orð-
inn ögn lotinn í herðum. Hárið var mikið,
hafði eitt sinn verið hrafnsvart, en var nú
orðið silfurhvítt. Augun dökk og hvöss, nef-
ið liátt og bogið, en munnsvipurinn sást
ógreinilega, vegna þess að hann hafði mikið
yfirvararskegg, sem nú var orðið mjög hæru-
skotið. Hendurnar voru stórar og beinaber-
ar, og æðarnar eins og fjallgarðar á handar-
bökunum. Hann var í ósköp hversdagsleg-
um bláum vinnufötum og í svörtum gúmí-
skóm til fótanna.
Þarna stóð hann einn sér og renndi aug-
unum eftir fjallshlíðunum, þar sem hann
hlaut að þekkja hverja þúfu, þó var eins og
liann væri að reyna að festa sér þetta allt
betur í minni.
Ég hafði komið til hans í gærkveldi til
að spyrjast fyrir um ferðir flóabátsins. Hann
bjó í litlu timburhúsi, sem stóð á sjávar-
kambinum nokkru norðar en bryggjan. Það
var auðséð, að húsið var nokkuð gamalt, og
sjá mátti, að eitt sinn höfðu veggir þess ver-
ið málaðir hvítir og þakið rautt, en það
hlaut að vera mjög langt síðan. Víða sást
hinn eðlilegi, hvítguli litur fjalanna með
mórauðum kvistunum, og þakið var orðið
rauðbrúnt af ryði.
Þegar ég hafði fengið upplýsingarnar,
bauð hann mér til stofu og liitaði okkur
kaffi. Yfir kaffinu sagði hann mér sögu sína
í stórum dráttum.
Hér var hann fæddur og hér hafði hann
átt heima alla sína ævi. Þegar hann var ung-
ur, hafði verið hér blómleg byggð. Menn
höfðu stundað róðra héðan mestan hluta
ársins, því að stutt var að sækja á rniðin og
aflinn mikill. Að vísu hefði baráttan við
Ægi konung oft verið hörð, og stundum
hafði hann gengið með sigur af hólmi. A
62 MUNINN