Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 35
MUNINN SPYR:
Álítur þú réttmætt og heppilegt,
að leikfimieinkunn komi fram á stúdents-
prófsskírteini og hafi áhrif á aðaleinkunn?
Guðmundur Pétursson VI. Sa.: Mér
finnst engin rök lrníga að því, að leikfimi-
einkunn sé reiknuð til jafns við aðrar eink-
unnir á stúdentsprófi. Leikfimi á ekkert
skylt við hinar námsgreinarnar, hún er
fyrst og fremst heilsubótarstarfsemi, en ekki
námsgrein. Auk þess gefur leikfimieinkunn
enga gagnlega vitneskju um nemandann.
Það væri frekar að láta hana greina frá
heilsu manna og líkamshreysti, t. d. afli
þeirra og þoli. Vel má vera, að núverandi
fyrirkomulag sé heppilegt leikfiminnar
vegfta, en ef einkunnin er nauðsynlegt að-
hald, finnst mér eðlilegast, að hún falli und-
ir almenna einkunn í reglusemi, sem skóla-
meistari gefur og kemur fram á stúdents-
prófsskírteini.
Ég vil taka fram, að ég er eindregið
hlynntur leikfimikennslu og tel sjálfsagt að
krefjast leikfimi-iðkunar á grundvelliheilsu-
ræktar.
Ásbjöm Jóhannesson VI. S. b.: Ég er ein-
dregið þeirrar skoðunar, að leikfimieink-
unn skuli koma fram á stúdentsprófsskír-
teini. Það er nú einu sinni til þess út gefið,
að bregða upp lauslegri mynd af eiganda
sínum og sti mynd verður öllu fyllri sé leik-
fimieinkunnin þar með. Hins vegar tel ég
það engu skipta, hvort leikfimieinkunn er
tekin með til aðaleinkunnar eða ekki, ein-
faldlega vegna þess, að hún er sjaldnast lát-
in ráða, þegar valið er úr til háskólanáms,
heldur þær einkunnir, sem mestu máli
skipta fyrir viðkomandi námsgrein.
Ýmsir óttast bersýnilega, að leikfimieink-
unnin kunni að setja blett á stúdentsprófs-
skírteinið. Má vera, en þeir hinir sömu geta
engunt um kennt nerna sjálfum sér, því
hver sá, sem á annað borð er heilbrigður,
getur náð sæmilegasta árangri í leikfimi, sé
vilji fyrir hendi.
Síðast en ekki sízt vil ég benda á, að lík-
amleg vellíðan er undirstaða góðs námsár-
angurs, og engum þeim líður að staðaldri
vel, sem er svo stirður orðinn, að brakar og
hriktir í hverjum hans lið, sem ekki er þeg-
ar gróinn saman.
Kristin Steinsdóttir VI. M. a.: Að mínu
áliti er algjörlega óréttmætt að leikfimieink-
unn hafi áhrif á stúdentsprófseinkunn. Góð-
ir leikfimimenn, sem eru annars lágir í
öðru, eiga ekki að geta hafið sig upp á
henni, og hún á ekki að draga niður þá, sem
háir eru í bóklegum greinum. Hún er alls
óskyld öllu, sem við lærum hér, og á enga
samleið með því. Að meinalausu mætti hún
korna frarn á skírteininu, en hún á ekki að
reiknast með aðaleinkunn.
Stefdn Vilhjálmsson V. S. a.: Leikfimi-
kennsla í menntaskólum er tvímælalaust
muninn 71