Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 28

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 28
Og allir komu þeir aftur Það var á síðastliðnum vetri, að skotið var á bekkjarfundi til að ræða væntanlegt ferða- lag V. bekkjar, og kom þá í ljós, að menn höfðu áhuga fyrir að kanna ókunnar slóðir og heimsækja eitthvert nágrannalandanna. Kom þá einkum til greina, að farið yrði til Noregs, Færeyja eða Skotlands, og eftir hæfilegt þras, sem einkennir allflesta bekki, þegar nást skal samstaða um eitthvað, var fyrsti kosturinn tekinn. Var þegar hafizt handa af kappi um fjársöfnun, en bekkjar- sjóður var ekki of gildur, haldnir dansleik- ir, gefið út auglýsingablað, rekin pylsusala niðri í ,,laboratoríi“ stærðfræðideildanna (þökk sér þeim fyrir veitt húsnæði) o. fl. Reyndist kostnaður í sambandi við fyrir- liugaða ferð ekki líta út fyrir að verða hærri en svo, að 80 af 100 nemendum bekkjarins bundust fastmælum um að taka þátt, og var fengin flugvél frá Loftleiðum. Fararstjórar voru Steindór Steindórsson, skólameistari og Margrét Hjaltadóttir, fyrr- verandi leikfimikennslukona, og kunnum við þeim beztu þakkir fyrir góða fararstjórn og skemmtilegheit í hvívetna. — Og loks rann upp hinn langþráði 29. maí, sem bar upp á hvítasunnudag, með glampandi sól- skini, sem spáði góðu um uppliaf ferðarinn- ar. Voru allir komnir út í vél kl. 9 fyrir há- degi, er tilkynnt var, að um lítilsháttar vél- arbilun væri að ræða, og mundi ferðinni því seinka þar til síðar urn daginn. „Fall er fararheill“ liugguðu menn sig við, en ekki er mér grunlaust um, að svolítill beygur hafi gert vart við sig hjá einum og einum. En sá beygur reyndist ástæðulaus; laust fyr- ir kl. 3 eftir hádegi lyftum við okkur til flugs og stefndum út yfir Atlantshaf. — Ferðin var hafin. Segir nú ekki af ferðalöngunum fyrr en komið var til Álasunds kl. 7 að þarlendum tíma, í rigningu og leiðindaveðri. Var okk- ur þá ekið til farfuglaheimilisins Skarbó- vik, ekki mjög langt frá, en þar skyldum við dvelja, á meðan við værum í Álasundi. Daginn eftir var lagt upp í ferðalag um nágrenni Álasunds, Sykkylven—Hellesyt— Geiranger—Overanes, með bílum og ferjum 64 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.