Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 39
spannar opnuna þvera, að ljóðin séu tvö að
tölu.
Spjaliað er við skólameistara á næstu síð-
um, og fylgir með mynd, sem er einna be/t
þeirra, sem ég hef séð af honum. Heldur
finnst mér viðtalið þurrt. Virðist sá, er það
átti, ekki hafa kannazt við hinar skemmti-
legu iiiiðar skólameistara, og þar á ég við
kímnigáfu iians, en ræðir nær eingöngu um
skólakerli, kennsluhætti o. s. frv. Skoðun
mín á viðtölum í skólablöðum er sú, að þau
eigi fyrst og fremst að draga fram í dagsljós-
ið hin mest áberandi persónueinkenni þess,
sem rætt er við. Má vera, að „Jón“ sé þar á
annarri skoðun.
Gerluþátturinn hefur glatað nokkru af
sínu fyrra gildi. Rak mig í rogastanz, er ég
las vísu þá, sem virðist vera ætluð formanni
Hugins, þó að hún sé í nokkru samræmi við
þann húrnor, sem birtist á fremstu síðu, og
á ef til vill rætur sínar að rekja til síðustu
nemendaskipta. Fram að þessu hefur þátt-
urinn að langmestu leyti verið undirlagður
léttum og meinlausum húmor, en sú smá-
grein, er trónar í þættinum á ekkert skylt
við húmor, heldur telst til hreinnar ill-
kvittni, enda vafalaust skrifuð sem slík. Vel
til fallin eru þau orð, sem rituð eru um
sókn Gagnfræðaskólanema á dansleiki skól-
ans. Að öðru leyti ræði ég ekki efni Gerlu-
þáttar.
Sagan „Maðurinn í næstu íbúð“ á trauðla
heima innan um annað efni blaðsins, þó
hún skipi sex síður þess. Annars er hún vel
skrifuð.
Myndin af Þóri Sig. líkist honum ekki,
en annað á myndinni er skemmtilega Iiugs-
að, eins og höf. á vanda til. Vísukorn er fyr-
ir neðan myndina, og vona ég, að ekki sé
átt við mig þar í fyrsta vísuorði. Ragnars-
keimur er af vísu þessari.
Skákþáttur .... jájá.
Viðtalið við Einar Haraldsson er fróð-
legt aflestrar fyrir þá, er áhuga hafa á starfi
Leikfélagsins. Er gott til þess að vita, að
Einar skuli hafa niður kveðið vofur þær,
sein undanfarin ár hafa tröllriðið húsum fé-
lagsins og komið óorði á það innan skól-
ans. Mikið færast þeir í fang, Þalíubiðlar,
er þeir ráðast í slíkt stórvirki sem leikrit
það, sem nú skal tekið til flutnings. En með
Sfóðri samstöðu innan félagsins os sam-
vinnuþýðni við leikstjóra mun áreiðanlega
vel farnast, og óska ég Einari og hans kolleg-
um alls velfarnaðar.
Saga Shaw’s er mjög skemmtileg og sýnir
glögglega, hversu hættulegt það getur orðið
saklausum manni að vita eitthvað, sem hon-
um er ekki ætlað. Að vísu kemur þarna frant
öðruvísi afleiðing en sú, sem venjulega
hlýzt, en blærinn yfir sögunni er rnjög
skemmtilegur. Þýðing hennar er auk held-
ur þokkalega gerð, enda auðveld viðfangs.
Oft hefi ég fundið meiri og þægilegri
áhrif við bergingu mjaðar þess, er Gambri
nefnist. Ber þó að geta þess í því sambandi,
að flestir þeirra, er að blaðinu standa, eru
bruggun lítt vanir og þetta auk þess fyrsta
sýnishornið. Um uppsetningu blaðsins ræði
ég ekki, enda lítið út á að setja. Finnst mér
þó lýtir á því, hversu mjög er reynt að teygja
efni blaðsins yfir sem flestar síður nreð mikl-
um línubilum og ýmsum óheppilegum
skreytingum. Má þó segja hinum breiðu
línubilum til lofs, að þær gera það að verk-
um, að illa sjáandi fólki reynist lestur blaðs-
ins auðveldari. Vona ég, að fleiri krúsir
mjaðar jtessa eigi eftir að verða réttar að
þurrum vörum menntlinga.
Ritað eftir beztu samvizku
á stuttum tíma.
J. Bl.
MUNINN 75