Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 12
virkni. Hann lítur um öx!, en heldur þó
áfram að strauja. „Viljið þið birta auglýs-
ingu í Munin? Eða Ganibra? Eða jafnvel
Leikskrá? Talið bara við mig. Ég hef umboð
fyrir allt milli himins og jarðar.“ Það er
aðdáun í svip okkar, en við treystum okkur
ekki fjárhagslega til að auglýsa, og göngum
því í brottu frá þessu peningalega ofur-
menni. í þessu gerast samkvæmisblöðrur
okkar rúmfrekar og er því stefnt á kukk-
húsið. Opnar þar Gunnar Frímannsson
fyrstu dyr og ætlar að ganga inn, en rekur
í rogastanz, er hann sér, að þar situr maður
fyrir innan. „Haltu kjafti, ég er að halda
aðalfund Skákfélagsins,“ segir sá, reiðilega.
„Aleinn?“ spyrjum við undrandi. „Já,“
svarar formaðurinn, „ég var eiginlega bú-
inn að fá símaklefann á Karlavistum lán-
aðan fyrir fundinn hjá Jónasi Ragnarssyni,
en svo mætti alls enginn, ekki einu sinni til
að tefla við mig skák, svo að ég ákvað að
fara hingað niður eftir og taka eina við páf-
ann. Og það verð ég að segja, að Páll sjö-
undi er margfalt betri en Jóhannes tuttug-
asti og þriðji,“ um leið og hann leikur hart
og títt. Fnykur mikill gýs upp, og við flýj-
um upp á Sal. Þar er tónlistarkynning, og
stendur kvenmaður einn þrýstinn og lenda-
mikill við flauelið og syngur seiðandimezzo-
sópranröddu: „Ásta Matthildur", en það
mun vera upphaf á Lokasennu. Við fætur
listakonunnar situr ungur maður og rær
sér eftir tónfallinu. Hann ber heimsmanns-
svip, enda ýmsu vanur, þar sem hann var á
þýzku herskipi síðastliðinn vetur að sögn
óljúgfróðra.
Hér verður, af fyrirfram ákveðnum, hrap-
allegum mistökum, skotið inn smásögu, sem
reyndar átti að lenda í smásagnakeppni
blaðsins, en þótti nokkuð stutt. Saga þessi
gæti gerzt jafnt á Englandi sem Ítalíu. Hún
er gallrómantísk, og mætti ætla, að henni
hefði verið stolið úr ritverkum Ovids, enda
eru nöfn söguhetjanna tekin beint þaðan.
Hún hét Corpus.... hann Caput. . . .
Það var kvöld, og þau stóðu ein við merki,
sem á var letrað rauðum, stórum stöfum:
„BUS STOP“. Þau héldust í hendur og
fætur. Hann með vinstri hönd á hennar
hægri fót. Hún með hægri hönd á hans
vinstri fót og öfugt. „í upphafi þessa sam-
tals: Corpus, ég elska þig“, sagði hann.
Bætti síðan við: „P. S. ertu hægri-sinnuð?“
Ekkert svar. „Corpus, ég elska þig“, hvísl-
aði hann aftur. Bætti við: „P. S. er það
kannske rauði liturinn, sem þú aðhyllist?"
Ekkert svar, enda geta merki, sem á er letr-
að rauðum, stórum stöfum: „BUS STOP“,
ekki talað. . . . Æ, þessi Bakkus. . . .
Á Norðursal er Jón Hafsteinn með auka-
nemendur í eðlisfræði. Álpumst við þar
inn. Einhver stendur kafrjóður uppi við
töflu, og Jón brosir að hrakförum hans, en
kunnáttan er lík því, að mölur hafi farið
um hana hamförum. Brosið er sínusfúnk-
sjón, eins og hún verður bezt dregin. Þegar
Jón kemur auga á þessa óboðnu gesti, breyt-
ist brosið í hýperbólu ferlega, froða vellur
meðfram asýmptótunum, og það glyttir í
rautt. Sjáum við, að Jóni líkar nærvera okk-
ar ekki nema í meðallagi vel og við hverfum
á brott,enda kominn tími til, að við reynum
að liafa a. m. k. viðtal upp úr ferðalagi okk-
ar. Leitum við því á vit Sigurðar Árnason-
ar, en hann liggur yfir námsbókum sínum,
enda þótt klukkan sé langt gengin í eitt. „Ja,
ég hef bara ekki tíma,“ segir Sigurður og
brosir sínu blíðasta. „Ég á eitir að lesa nátt-
úrufræði." í því snarast inn Þórður nokkur
með lista einn ferlegan í hönd sér. „Bless-
aðir skrifið þið undir hjá mér, strákar,“
segir hann. Þetta reynist vera framboðslisti
í útíbæjarmannasetustofunefndarfulltrúa-
kjör. En blekið er á þrotum, og því kveðjum
við þá félaga og röltum niður á Togara-
bryggju til að kveðja Ragnar Aðalsteinsson.
En sem við göngum fram hjá Heimavist-
inni, berast óp mikil og óhljóð að eyrum
okkar, og við þegjum þunnu hljóði:
Framhald á bls. 51.
48 MUNINN