Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 7
hefði vanizt henni frá upphafi síns lítil-
siglda smalaferils.
„Af hverju látið þið mig ekki í friði? Ég
hef ekkert gert ykkur,“ nöldraði hann. „Get-
ið þið ekki farið að mjólka án þess að vera
alltaf af stríða og kvelja?“
„Nei, heyrið í sveitarómaganum! Hvað
heldur þú, að þú megir, stagbættur hrepps-
limur í sjöunda lið.“
Þær fóru að mjólka, en reiðin sauð í
þeim.Og einhvern veginn varð þaðþegjandi
samkomulag með þeim, að hann skyldi ekki
sleppa bótalaust frá þessu.
Þá sást húsmóðirin koma úr bænum til
þess að líta eftir mjöltunum. Þá fékk ein
þeirra skyndilega smellna hugmynd.
„Hæ, smali, komdu hérna og haltu fyrir
mig í rolluna,“ sagði hún og erti kindina,
svo að hún hrökk til.
Smalinn stökk auðsveipur ofan af kvía-
veggnum og bjóst til að lialda ánni.
Húsmóðirin var nú að verða komin að
kvíunum. Þá velti stúlkan mjólkurdollunni
um, svo að mjólkin rann niður í forina á
jörðinni.
„Hvað er að sjá til þín, stelpa,“ sagði hús-
móðirin reiðilega.
„Strákóbermið var að glettast við mig,“
sagði stúlkan sakleysislega og benti á smal-
ann, sem stóð klumsa undir þessari óvæntu
ásökun.
Hin virðulega húsfreyja hafði engin um-
svif, en gekk að niðursetningnum og barði
hann.
„Alltaf þarft þú að vera til armæðu, ófétið
þitt! Hugsaðu um það, sem þú átt að gera,
og láttu stúlkurnar í friði. Þú færð engan
mat í dag.“
Hann var bara niðursetningur, heimskur
og snauður. Hvað gat hann gert?
Hann sat á steini, eins og hann var vanur,
og fylgdist með ánum. Venjulega gerði hann
eitthvað sér til dundurs í hjásetunni, en í
þetta sinn var hann ekki í skapi til þess.
Hann sá háan klettadrang rétt hjá og datt
í hug að klifra upp á hann til þess að geta
betur fylgzt með fénu. Það var ábyggilega
ekki verra að sitja þar en annars staðar.
Þegar upp kom, byrjaði hann af tómri rælni
að hlaða vörðu. En hann varð fljótt leiður
á því. Hann hafði hlaðið vörður í þúsunda-
tali um ævina. Svo settist hann niður og
fór að hugsa. Og af því að hinar takmörk-
uðu gáfur hans leyfðu ekki flókinn hugs-
anagang af sjálfsdáðum, tók hann það til
bragðs að rifja upp það litla, sem honum
hafði verið kennt um guðdóminn og hans
margbrotna eðli, bæði kverið og það, sem
hann mundi úr húslestrum og messugjörð-
um. I rauninni skildi hann lítið af þessu,
vissi bara, að það var einhverra hluta vegna
mikilvægt að kunna þetta, þótt það virtist
ekki koma að neinu gagni við rollurnar.
Hann vissi aldrei, hvernig það gerðist, en
sennilega hefur dottið steinn úr vörðunni
og honum brugðið svo við, að hann hefur
dottið niður.
Skyndilega fann hann dýrð hins almátt-
uga og eilífa gagntaka sig. Drottinn alls-
herjar ljómaði af dýrð, umkringdur herskör-
um syngjandi engla. Og Siggi niðursetning-
ur kraup í duftið fyrir guði sínum.
„Hvers óskið þér, Drottinn, af yðar auð-
mjúkurn þræli?“
„Þú skalt vera spámaður minn meðal
mannanna og flytja þeim boðskap minn.“
„Hversu má ég slíkt, aumur þræll?“
„Ég gef þér mátt og vald yfir hugum
mannanna."
„Verði þinn vilji.“
Og umluktur krafti Drottins sveif hann
aftur til jarðarinnar, en englar Drottins
sungu hósíanna.
Hann reis upp skítugur, rifinn og blóð-
ugur, en sálin var tandurhrein og ljómaði af
guðlegum krafti. Hann var eins og allur
annar maður. Af niðursetningnum og
MUNIVN 43