Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 31

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 31
SKÁLDIÐ Á BAK VIÐ Nú hringja til tíða þær klukkur, sem fegurst kalla, í kyrrðinni hljómurinn margfalt endurómar. Musteri guðsins af helgiljósum ljómar. Það er lífsins hús og nóg rúm fyrir alla. Svo labba allir inn og leggjast á kviðinn og lofa sinn drottin með söngvum og inargskonar skjalli. Fram eftir degi þeir liggja í leiðsludái og láta sem þeir trúi, þótt allir sjái, að guðinn er skurðgoð á gömlum og sprungnum stalli, og gyllingin hylur fúinn og ónýtan viðinn. Hann reikar hljóður, harmþrunginn með hugarvíl um auðar götur, einsamall. Neyðaróp í nýjum stíl. Fólkið horfir furðu lostið fyrst á hann, unz einhver kveður úrskurðinn: „Eitthvað skrítinn. Góðir hálsar, grýtum hann.“ Og skáldið hverfur heim í kaldan hjallinn sinn. Tárast yfir illsku fólksins. Yndislegt að mega vera misskilinn. Gr. E. Anonymus. MUNINN 67

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.