Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 23
um og stærðfræði, að yfirfei'ðin er ekki mik-
ið meira en hundavað.
VEÐURFREGNIR:
HUGINN: LÁDAUTT, HITI 0
Á ABSOLUT SKALA.
Ládeyða mikil ríkir nú í kringum þá
menningarvita, sem fara með stjórnvöl
Hugins-skútunnar. Virðast þeir hvergi hafa
gert sér grein fyrir því, að tíminn eftir ára-
mót nýtist mun verr en sá tími, sem þeir
láta nú, aðgerðarlausir, renna út úr hönd-
unum. Prófasýki gengur þá meðal kennara
og margs háttar ófögnuður ríður húsum.
Ættu þessir annars ágætu menn að upphefja
andlegt líf, áður en allt er urn seinan, enda
ættu þeim að vera flestir vegir færir nú, þeg-
ar fjárráð Hugins hafa aukizt að svo mikl-
um mun, bæði með fjölgun nemenda og
hækkun gjalda.
UM SAL.
Merkilegt má það teljast, að sá hluti skól-
ans, sem nemendur bera hvað mesta virð-
ingu fyrir, skuli vera hornreka, hvað útlit
áhrærir. Eru hin gömlu og útskrifuðu borð
á Sal óskemmtileg sjón. Gluggatjöld eru
engin, hvað veldur óþægindum, þegar sól
fer hækkandi. Salur er, eða á að vera, helg-
ur staður í augum nemenda, og Jdví þykir
mér ástæða til, að hann líti betur út en aðr-
ar stofur skólans. Það er engan veginn nægi-
legt, að dreifa um hann dýrmætum málverk-
um, þannig, að enginn fær notið, Jrar sem
þau mynda einn óskaplegan hrærigraut eins
og þeim er niðurskipað á Sal.
ÚTVARP ORION.
Heldur hefur Útvarp Orion hrakað síð-
ustu árin. Fyrir þrem til fjórum árum síð-
an mátti frá því mæta fyrirtæki heyra þætti
ýmiskonar, getraunakeppni, íþróttalýsingar
o. fl. Nú er svo kornið, að aðeins heyrast
danslög á danslög ofan. Væri ekki athug-
andi að reyna að styrkja „útvarpsráð“ með
einhverju móti, því að útvarp þetta, sem
eitt sinn var nokkur faktor í skólalífinu, má
fyrir alla muni ekki niður leggjast.
ENN UM REYKINGAR.
Á málfundi í fyrravetur var samjrykkt til-
laga þess efnis að reykingar og önnur með-
ferð elds skyldi ekki eiga sér stað á málfund-
um og öðrum fjöldasamkomum Hugins. —
Tillaga Jressi virðist hafa fallið í gleymsku
ásamt reykingabanninu í Setustofunni á
þriðjudögum. Skemmtilegt væri að báðar
reglurnar fengju að njóta sín sem fyrr var.
af vöram hinna vitru
Egill: Nú er komið það sama yfir mig og
þegar ég var í menntaskóla. Ég er hættur að
fylgjast með í tíma.
Egill: Halastjarna er — ja, hvað á maður
að segja — eins og hæna í roki.
Friðrik (í síðasta tíma fyrir mat): „Er
Reynir mættur líka?“
Röcld úr bekknum: „Já, hann mætti í
annan tíma.“
Friðrik: „Jæja, Jrað var vel af sér vikið!“
Efnafrœði i IV. sb.:
Spurning úr bekknum: „Fáum við ekki
að heimsækja verksmiðju í vetur. V. bekk-
ingar græddu tannkrem á Jn í í fyrra, er Jrað
ekki?“
Jóhannes: „Jú, eiga þeir J)að ekki enn-
þá?“
MUNINN 59