Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 29

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 29
og var sú ferð mjög ánægjuleg, og má þar t. cl. nefna ökuferð gegnum afarmikil jarð- göng og siglingu um Geirangursfjörð, sem er í senn fallegur og hrikalegur, dvölina í Geiranger og keyrsluna upp úr dalnum. Eru íbúar Geirangers ekki nema -500—400 á vetrum, en þúsundir ferðamanna dveljast þar á sumrin. Munu hópnum verða minnis- stæðir hinir ljúffengu nestispakkar, sem við fengum til fararinnar í Álasundi, víst er ]rað, að fuglunum í Geirangersfirði geðjað- ist vel að innihaldi þeirra. Var hópurinn þarna í tveimur bílum, og mikil gleði ríkj- andi, sungið og kveðist á af svo miklu kappi, að sumuni þótti nóg um. Síðasti dagurinn í Álasundi var frjáls. Fóru menn þá í búðir og skoðuðu það, sem markvert var að finna í bænum. Þar sem þetta er vinabær Akureyrar, fengum við nokkra fyrirgreiðslu, svo sem ókeypis stræt- isvagnaferðir, sundlaugabusl o. fl. Svo að eitthvað sé nefnt, er útsýnið af Fjeldstuen, sem er mikil hæð rétt í útjaðri bæjarins, mjög rómað, en þaðan sést yfir allt Álasund og nágrenni. Urn kvöklið var okkur boðið á dansleik í Jazzbuen, danshús mennta- skólanenta í Álasundi. Fíafa þau sjálf séð um innréttingu hússins, en það stendur niðri við sjóinn, og er það sem gömul ver- búð. Fannst okkur húsið hið skemmtiieg- asta, en ekki mun öllum hafa líkað tónlist- in, sem var eingöngu jazz, a. m. k. hófu gest- irnir upp raust sína og sungu íslenzka slag- ara og skólasöngva góða stund, en urðu síð- an að láta í minni pokann fyrir hljómsveit- inni, og jazzinn hófst á ný. Næsta morgun var lagt af stað til Oslo. Leiðin þangað er eflaust geysifalleg, og hefði verið gaman að sjá meira af henni, en veðurguðunum þóknaðist ekki að gefa okk- ur betra veður en rigningu og þoku, sem stytti þó upp á köflum, en þó var útsýni afar lítið. í Dombas borðuðum við hádegis- verð og fengum þá liinar sígildu bollur. Að mataræði Norðmanna annars ólcistuðu, hvert getur verið bæði hollt og gott, verður að segjast, að við fitjuðum eilítið upp á trýnið, þegar á borðið konru í fjórða sinn bollur, ýrnist úr kjöti eða fiski og annað eft- ir því. Okum við nú sem leið lá suður Guð- brandsdalinn og gistum um nóttina á Bir- kebeiner farfuglaheimilinu í Lillehammer. Þar voru viðtökur mjög góðar, húsakynni skemmtileg, og síðast en ekki sí/.t sá til sólar í fyrsta sinn. Reyndist borgin hafa upp á ýmsar lystisemdir að bjóða, svo sem hinn skemmtilegasta útiveitinga- og dansstað, sem menn fjölmenntu á. Þá lentu og sumir á bítladansleik hjá innfæddum táningum o. s. frv. Víst er, að þar leiddist engum. Morguninn eftir var safnið „De Sand- MUNINN 65

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.