Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 22
Bragi Guðmundsson:
BRIN GUHÁRAKÖNNUNIN
Á síðasta vormlsserl var nemendum í fyrsta bekk boðið upp á valáfanga í félagsfraeði og kom
það í hlut imdirritaðs að leiða hópinn. Átján nemendur mættu til leiks og hefur góður
meirihluti þeirra nú hreiðrað um sig í 2.F. Fljótlega var ákveðið að gera skoðanakönnun
innan skólans um hvaðeina, sem fólki datt í hug, og að fengnu leyfl skólayfirvalda var gengið í
bekki þann 27. mars. Við úrvinnslu var svörum haldlð aðgreindum eftir bekkjum, en einnig
lagðar saman tölur til þess að fá heildarútkomu. Slfyrsla var síðan gerð í tæplega 30
eintökum og hafa fæstir átt þess kost að sjá niðurstöðumar. í þessu greinarkomi verða
kynnt nokkur atriði sem ætla má að veki áhuga og jafnvel kátínu.
Alls tóku 445 nemendur þátt í könnuninni, þar af vom stúlkur 260 eða 58,4%. Var hlutfall
kynjanna meðal svarenda í góðu samræmi við hlutfaU kynjanna í skólanum.
Stjömumerki
í ljós koma að flestir nemenda em fæddir í krabbamerkinu eða 12,8%. Næstflestir vom
vatnsberar og naut, 9,7% í hvom merki. Fæstir vom í meyjarmerkinu eða 5%. Og af
einhveijum ástæðum er það svo að tiltölulega fáir nemendur em fæddir frá og með því
merki til og með steingeitarmerkinu, eða tæplega 32%. Á þessu bili em þó flmm af tólf
merkjum dýrahringsins og ef nemendur dreifðust jafnt yflr línuna, þá ættu tæplega 42%
þeirra að vera fæddir á þessum tíma ársins. Hvert hlutfall allra landsmanna er eftir
stjömumerkjum veit ég hins vegar ekki, og því er ekkert hægt að segja til um hvort þetta
hlutfall meðal nemenda Menntaskólans er vemlega frábmgðið því sem gengur og gerist
meðal íslendinga.
Vlnnurðu launaða vinnu með skólanum á þessari önn?
Þessari spumingu svömðu 26,3% stúlknanna játandi og 18,5% piltanna. Hlutfallslega fæstir
unnu með skólanum í fyrsta bekk, 16,2%, en flestir í 4. bekk, 31,7%. Þrir af hveijum fimm
vinna tíu tíma eða færri að meðaltali í viku hverri og einn af hveijum fjórum 11-15 tíma.
Stúlkumar vinna að jafnaði lengur en strákar.
Hvað vlltu verða?
Spurt var um hvaða starfi viðkomandi vildi helst gegna í framtíðinni. Rúmur helmingur var
óákveðinn eða svaraði ekki og var lítill munur eftir bekkjum. Stúdentsefnin vom ekkert
ákveðnari um ffamtiðina en þeir sem skemmra vom á veg komnir. Af þeim, sem tilgreindu
eitthvert starf, nefndu flestir læknisstarfið (10 stelpur og 11 strákar), flmmtán ætla að verða
kennarar (9+6) og fjórtán vilja starfa við ferðamál (13+1). Önnur störf nutu mun mtnni
vlnsælda. - Annað hvort emm við kennaramir nemendum okkar góð fyrirmynd, ellegar þeir
telja þörf fyrir mikla endumýjun í stéttinni!
Afþreying og mennlng utan skólans
Tveir af hveijum þremur nemendum fara einu sinni til tvisvar í mánuði á skemmtistaði,
ámóta stór hópur merkti við hvom möguleika um sig. Tæp 17% kváðust fara f)ómm sinnum
eða oftar, 3,8% aldrei. Lítill munur var á kynjunum. Bleiki fíllinn naut langmestra vlnsælda,
Uppinn var í öðm sæti, Sjallinn því þriðja og einn strákur kannaðist við að fara á KEA. - Þar
er greinilega helst hægt að skemmta sér í friði fyrir nemendum.
22
MUNINN