Muninn - 01.12.1990, Qupperneq 27
MINNI KARLA
Ágæta samkoma.
í upphafi skapaði Guð him-
in, jörð og aðra fylgihluti.
Herrann bjnjaði sköpim
sína á mánudegi og áætlaði
að ljúka henni á laugardegi
með því að skapa fullkomna
lifandi mynd af sjálfum sér.
Sköpunin hófst. Drottni
tókst bara nokkuð vel til, ja
þar til kom að laugardegi.
Þessi einstöku sköpunarverk
höfðu nefnilega tekið mest-
allan kraft frá honum og
yfirbugaður af þreytu skap-
aði hann karlmanninn,
Adam. Hann fékk sinn
samastað í Eden, sannkall-
aðri Paradís.
En vart hafði Herrann
lokið sköpim sinni er hann
sá að Adam var ekki eins
og hann átti að vera. "Það
gengur bara betur næst"
tautaði hann og í örvænt-
ingu sinni lagði hann sig
allan fram við að bæta
mistök sín og loks tókst
honum að fullkomna mynd
sína, konan Eva varð til.
Hvað sem menn kunna
að segja þá vissi Adam
varla hvað Paradís var fyrr
en Eva kom til sögunnar.
Hún hafði vart stigið fæti
sínum þar inn þegar Adam
var farinn að dýrka hana.
En vegna vanþroska, líkam-
lega og reyndar einnig and-
lega, fékk Adam ekki það
eftirsótta hlutverk að fylla
jörðina af Adamssonxim og
Evudætrum, heldur varð
Eva fyrir valinu. Hún upp-
fyllti allar kröfur en karl-
mönnum var ætlað annað
hlutverk, þeim var nefni-
lega skylt að sjá konunni
fyrir fæði. Ég verð nú samt
að segja að ykkur hefur
ekki tekist allt of vel upp í
öllum tilfellum.
En vegna þessa var
þeim gefið líkamlegt afl.
En í fáfræði sinni misskildu
þeir hlutverk sitt, því þó að
drottinn gæfi þeim vald yfir
dýrum láðs og lagar, þá
áttu þeir ekki að misnota
vald sitt gagnvart konunni.
Þeir skynjuðu eimmgis orðið
"vald" og þar með ákváðu
þeir, að þeirra væri valdið,
hvort sem um dýr eða sjálfa
konuna væri að ræða.
En elskumar mínar.
Öldum saman hafið þið
verið blekktir. En sú
blekking er einungis af
góðmenu skunni einni gerð,
því við viljum ekki að þið
efist um hlutverk ykkar í
þjóðfélagi okkar kvenna.
En nú er stund sannleikans
runnin upp.
Einn hluti af uppeldi
bama er að láta eftir þeim
að vissu marki og þetta
sama gerum við við ykkur.
Við látum ykkur lifa í þeirri
vissu og trú að þið séuð
stjómendur okkar. En
þetta er auðvitað ekki satt,
við erum bara að hylma yfir
MUNINN
27