Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 6

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 6
6 Skynsemi dýranna kemur miklu síður frarn fyrir það, að þau hafa fátt það til, sem þau geta auglýst hana með, þannig að mikið beri á fyrir þeirra augum, sem ekki veita þeiin athyggli. Menn eigna þeim því almennt að cins það, sem kallað er eðlisleiðsla eða náttúrustöngun (Instinkt á flestum evrópumáluin); það er fólgið í því oröi, að allt sem þau gjöra komi af því, að blind náttúruhvöt leiði þau til þess; þetta er almenn skoðun nú á dögum. Enn þetta er ekki satt, þau vantar frjálsræði, enn þau hafa skynsemi, þó að henni sje nokkuð öðruvísi farið enn skynsemi vor mannanna. Og til sönnunar þvf, að það sjc mörg — já, ótal — dæmi, sern benda á það, og sýna fram á það, að svo er, og að þau liafa liana alls ekki í sjerlega takmörkuðum inæli, hefi jcg hugsað aö setja hjer fáein, sein jeg veit fyrir víst, að eru sönn, hvort sem þau eru hcldur innlend eða útlend. * -x- J>að dýrið, sem er mönnunum handgengnast, er hundurinn; honum er við brugðið fyrir tryggð sína og rækt við eiganda sinn. fetta getur nú legiö í náttúru dýrsins, þegar búiö er að laga hana og temja með löngum vana; enn það er enginn ávani, heldur vit, sein ræður mörgum atferlum hunda. J>að er opt, að hundar eru æfir og ujipsigað við einstaka menn, sem þeir sjá í fyrsta sinn enn eru kyrrir og stilltir við aðra; stundum viröist svo, sem þeir hafi sjeð erindi manna út úr þeim, og hagað sjer eptir því. petta er einkenni upp á þá skyn- semi, sem fáum mönnum er gefin — að vera mannþekkjari, og betur væri, að fleiri inenn, enn eru, væru eins góðir mannþekkjarar eins og margir hundar gerast. Skarpleiki þeirra í ýmsum efnum er aðdáanlegur, og það er opt eins og þeir liafi sýnt það, að ýmislegt, sem þeir hafa gjört, sje gagnhugsað og rökfært af þessuin ferfættu heimspekingum. Ilundar, tóur og úlfar — þetta eru ajt skilgetin systkini í dýrakerfmu — enn svarnir óvinir sauðfjár — enn hvílíka ástúð, varfærni og umhyggjuseini sýnir hundurinn, þegar liann er hafður til fjárgæzlu, einmitt við fjeð? |>etta gjörir hann af því, að Iiann er vaninn við það, og hann veit, að það er mannanna þægð, að hann sje fjenu til verndar og gæzlu. J>að eru til margar grátfagrar sögur um elsku liunda á eigendum sínum; ,,Dýravinurinn“ hefur þegar fært lönduin mínum nokkurar þeirra. Eg ætla að setja hjer eina þeirra. Skammt frá Yínarborg er riddarasetur eitt, og bjó þar, og, jeg lield, býr enn, tiginn maður einn, sem sagan nefnir W. W. átti Ijdmandi fallegan liund af ætt þeirri, sem kallast „varghundarnir pyreneisku“, og þótti honum svo vænt um hundinn, aö hann Ijet hann ekki falan, þó að höfðingjarnir f nágrenninu byði honuin stórfje fyrir liann. W. var mjög glaðlyndur maður. Rjett eptir nýárið tók að bera á því, að hann var mjög þegjandalegur og þungbúinn, og ók á hverjum degi til Vínar; enn enginn maður fjekk að vita, hvað honuin þótti. 4. febrúar ók hann til Vínar sem fyrr, og kom aptur þegar kl. var nærri II um kvöldiö. fegar liann var stiginn úr vagninum, kastaði

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.