Dýravinurinn - 01.01.1889, Page 31

Dýravinurinn - 01.01.1889, Page 31
31 einráðinn í áð sálga honuin með vasahníf mínum, áður enn jeg skildi við hann. Tók jeg j)á að hvetja kutann, því jeg hafði brýni ineð mjer í vestisvasa — það var lengi siður ininn — og stóð jeg á vakarbarminum og horfði við og við á klárinn. En hann horfði einhvern veginn svo bænarlega á mig — mjer stendur augnaráð hans ennþá fyrir hugskotssjónuin — rjett eins og hann skildi og vissi hvað jeg hafði í hyggju („það var eins og blessuð skepnan skildi“). Mjer varð það fyrir, er jeg var búinn að brýna, að jeg togaði enn til reynzlu litið eitt í tauininn og vatt hann sjer þá allt í einu upp úr dýinu umbrotalaust og var eigi að sjá að hann tæki sjer það nærri. Jeg hygg að jeg hafi hvorki fyrr nje síðar fengið betri sprett úr Litfara, enn er hann var að hita sjer eptir þetta volk. Tík var nýlega hjer á bæ er Löpp hjet, er sýndi ýms merki greindar og tilfinningar. Eitt sinni átti hún hvolp, er var alinn. fegar hvolpurinn stálp- aðist og farið var að gefa honum bein, vakti hún yfir að hann nyti þess. Kæmi annar hundur að, meðan hann var að fást við beinið, þreif hún það af honum, hljóp með það burt og faldi það. En er hundurinn var farin burt, sótti hún aptur beinið, og færði hvolpinum. Annað sinn missti hún stálpaðan hvolp að vetrarlagi, og var skrokknum fleygt út alllangt frá bænum, svo að hún skildi eigi finna hann og bera hann heim. Sumarið eptir var kona mín á gangi um þær stöðvar og fylgdi Löpp henni. Fann hún þá beinagrindina af hvolpinum á mel, tók hana þegar, og hljóp með hana í moldbarö, gjörði þar grafarholu með löpp- inni, og sópaði vandlega ofan yfir. Löpp var annars sjervitur tík. Hún var ágæt til túnvörzlu, hin auð- veldasta, er konur siguðu henni, en hljóp að jafnaði í felur, er karlmenn siguðu henni. j>ó var einn karlmaður, sem hún ávallt gegndi, og cinn kvennmaður, sein hún fyrirleit. Hún gegndi mjer framan af, en einhvern tíma sneypti jeg hana eitihvað og þaö fvrirgaf hún mjer aldrei, liversu sem jeg Ijet aö henni. Eggert Ó. Brím.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.