Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 30

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 30
30 Um „Litfara“ og „Löpp“ CJreg átti lengi rauö-litföróttaii reiöhest, er var Öræfingur að uppruna, og fengið W hafði gott uppeldi. Hann var kallaður Litfari. Jeg eignaðist liann 1872, })á 5 vetra gamlan, en hann var sleginn af haustið 1885, því að bæði tók hann að gjörast fremur brjóstþungur, enda treysti jeg mjer eigi til að fara svo vel með hann, veturinn er í hönd fór, sem hann átti skilið. Litfari var meðalhestur að stærð, heldur þrekinn, holdahestur, mjög fríður vexti. Eigi var hann ofsafjörugur, en síviljugur, meðan hann lifði, ágætiega þýður og fljótur á vckurð í betra iagi. Hann var traustur vel og fótvís mjög og vatnahcstur hinn bezti, enda hafði hann sveip („sundfjöður") gegnum makkann. Hann var vegvís vel og þóttist jeg eigi þarfnast fylgdar í náttmyrkri eða hríðar- myrkri meðan hans naut við, enda varð mjcr ætíð að því. Eitthvert sinn var jeg á hcimleið (ör Hofsprestakalli að Höskuldsstöðum) um kvöld í stórhríð, og var svo dimmt, að ekki sá til vegar, en þó mátti heita gott að fara, því snjóljett var, og reið jeg allgreitt. Jeg tók eigi gjörla eptir, hvar jeg var staddur fyrr enn Litfari allt í einu nemur staðar og vill eigi lengra fara, þótt jeg fyrst í hugsunarleysi knýði á liann. Mjer varð þá aö ráði, að jeg sleppti við hann taumunum, og ljet hann stýra förinni. Sneri hann þá við og hjelt upp í veðrið góða stund, unz er hann nam aptur staðar og var þá kominn að dyrunum á húsi sínu, en þar var jeg vanur að fara af baki og spretta af, en eigi heima á hlaði, er jeg kom heim að kvöldi dags. fað var optar enn þessu sinni, í hríðarveðri og náttmyrkri, að hann hafði vit fyrir mjer, og í vötnum mun jeg eigi allsjaldan hafa átt honum fjör að launa. Eitt sinn var jeg á ferð á vetrardag ór Hofsprestakalli heirn á lciö. Veður var kalt, en bjart af tungli og gott að fara. Reið jeg eptir flóum nokkrum, er lagðir voru. Eigi vissi jeg fyrr til enn Litfari stakkst á endann ofan í dý nokkurt, og hrökklaðist jeg af honum. Eigi stóð upp ór nema höfuðið. Dýið var þröngt mjög, og svo var frosið umhverfis, aö mjer tókst cigi að víkka það með svipu minni, en á gjörðina skar jeg, og gat svo náð af honum Imakknum. Nó var jeg yfir honum, á að gizka nær klukkustund, og ýmist togaði í tauminn á ýinsa hliðar, eða danglaði í makkann á honum með svipunni, en árangurslaust. Ilann bærðist eigi hið minnsta. Alllangt var til bæja, en þó að jeg treysti mjer til að rata þangað, þá trcysti jeg mjer eigi til þess að finna dýið aptur. Jeg sá því eigi fært að leita mannhjálpar honum til bjargar, en vildi með engu móti skilja við hann lifandi í dýinu og láta hann krókna þar ót af. Varð jeg því

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.