Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 48

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 48
48 að það er betra fyrir skepnuna og hagur fyrir eigandann, að hún hafi nægilegt fóður frá haustnóttum til grænna grasa næsta vor. Tvær kýr í fjósi, vel fóðraðar, eru eigandanum arðmeiri enn 4 kýr kvaldar. Leggið yður vel á minnið livernig feit sauðkind lítur út á haustdegi og hvernig hún er á vordegi, eptir harðan vetur, þegar hún varla getur reist sig fyrir hor; hugsið uin hvað þessi skepna muni haíi kvalist. Hugleiðið vandlega hvort þetta muni ekki vera meira enn óviljaverk og ráðleysi, hvort það muni ekki öllu fremur vera illverk gagnvart þeirri skepnu, sem ein- ungis er upp á náð eigandans komin, og hvort það sje ekki, jafnfraint því, að það er ósærni- leg meðferð á skepnunni, i 11 ineðferð á efnahag eigand- ans sjálfs. Allir (inna að það er mannúðlegt, að taka lííið sem íljótast og kvala- minnst af(!|skepnunum, þegar þær eiga að missa það. En er þessa ætíð gætt, cinkum í sláturtökunni á haustum í kaupstöðunum. ]>að er ekki falleg sjdn, þegar haldið er í ána rjett hjá dilknum hennar, meöan vcrið er að skera hann, svo hún er að lykta af honum meðan hann er að deyja. Hálsskurður er Ijót aðíerö og illur dauðdagi; það ætti að taka upp þá venju að rota sauðkindina áður enn hún er skorin, eða svæfa hana, eins og víða er venja þegar nautum er slátrað. Af smáfuglunum eru snjótitlingarnir þeir einu, sem flýja á náðir mann- anna í vetrar haröindunum. Gleymið ekki að gefa litlu aumingjunum moðrusl, þegar þeir eru kaldir og svangir. Að endingu held jeg að ekki sje óþarft að minna lærða menn og leika á það, að það eru til lög á Islandi, sem ákveða hegningu fyrir illa meðferö á skepnuin. ]>að sjást sjaldan í blöðunum dómar, sem leiða af þvf, að einhver hati koinizt í bága við þessi lög. Ókunnugir hljóta því að halda, aö annaðhvort sjeu lögin gleymd, eða að meðferðin á skepnunum á Islandi sje óaöfinnanleg. |>að færi betur ef svo væri. Óskandi væri að nokkrir hefðu sumt af þessu í minnisbók sinni, en hinir kynna það utanbókar. T. G.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.