Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 15

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 15
15 Hrafnar. i. því jeg man fyrst til mín var móðir mín á hverjum morgni vön að gefa 2 hröfnum mat. Bærinn á Víði- völlum í Skagafirði, þar scm foreldrar mínir bjuggu, er tvídyraður, og fór móðir mín ætið út um svokallaðar eldhúsdyr til að gefa hröfnunum; undireins og þeir sáu hana eða hún kallaði: krummil komu þeir til hennar ofan af baðstofumænirnum, þar sem þeir opt sátu, og fóru að jeta það, sem hún gaf þcim þó hún leggði það rjett hjá sjer; þeir voru svo gæfir, að þeir nærri því átu úr hendi hennar þegar þeir sáu ekki ncinn annan úti. Milli þeirra og heimahundanna var gott samkomulag, eða að rninnsta kosti vopnahlje. I>að sem forcldrum mínum þótti óskiljanlegt, var, að hrafnar drápu aldrei nokkurt unglamb, sem þau áttu, þó yfir þessu væri kvartað af næstu bæjum og fjársamgöngur væru þar milli bæjanna og man jeg eptir því, að foreldrar mínir sögöu í spaugi, að hrafnarnir mundu þó ekki þekkja „markið“. Árið 1809 lluttu foreldrar mfnir frá Miklabæ aö Víðivöllum, sem er lítil bæjarlcið og voru inargar ferðir nieð ýmisleg búsgögn farnar á dag, en for- eldrar mínir höfðu það eptir vinnufólkinu, að hrafnarnir hefðu fylgt hverri ferð fram og aptur. Svo mikið cr víst, að þeir Iluttu sig meö foreldrum mínum frá Miklabæ að Víðivöllum og settust þar að. Jcg man eptir því, að jeg sá okkar hrafna reka aðra hrafna burt og sagði faðir minn, að á haustin skiptu þeir sjer niður á bæina í sveitinni og að þessir búahrafnar mundu ekki vera vel haldnjr. Hann sagði mjer líka þessa hrafnasögu: þegar hann bjó á Miklabæ, komu heimahrafnarnir einhvern dag með allramesta gargi og ilugu ýmist heim að bæ eða ofan í ncs, sem þar cr fyrir neðan hjá Iljeraðsvötnunum; sagöi faðir minn þá húskörlum sínuin aö fara ofan í nesið og vita, livað um væri að vera, og er þeir komu þangað, l'undu þeir hryssu, sem hann átti lagsta afvelta inilli þúfna. Var þctta lagt svo út, að hrafnarnir hefðu verið að segja frá óförum hryssunnar sem var alveg óskeinmd þegar hún fannst. Pjetur Pjetursson.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.