Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 25

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 25
Strok. erkilegt er hvernig hestar eptir mörg ár geta fundið upp á að strjfika til fornra átthaga, þótt þeir lengi ekki hafi lagt til. Helgi bóndi Bene- diktsson á Svínavatni í Húnavatnssýslu átti fyrir skcmmstu hest, sem var kynjaður frá Koti, fremst í Vatnsdal. faðan hafði hann, tvævett tryppið, komizt í eign Jóns bónda Pálmasonar í Stóradal, og þegar hann var 12 vetra, eða eldri, varð hann eign Helga á Svínavatni. Aldrei lagði hann neitt til stroks, hvorki í Stóradal eða á Svínavatni, en þegar Hclgi hafði átt hann 2 ár eða lengur, lánaði hann kaupamanni eitt haust klárinn og átti kaupamaðurinn að sleppa honum á Reykjum á Reykjabraut, í því trausti að klárinn stryki heim. Nfi líður og ekki kemur hesturinn, spyrst þá að kaupamaðurinn hefur tckið liann Bessaleyfi dálítið Iengra, enn um var sainið, og fyrst sleppt honum á Helgavatni, en þá var komið inn í Vatnsdalinn. Löngu seinna, einhverntíma á jólaföstunni, frjettir Helgi til hests síns, að hann er frammi í Kotslandi í Vatsdal. En aldrci lagði hcsturinn til stroks eptir það. fngvar bóndi forsteinsson á Sólheimum í Svínavatnshrepp átti hest góðan, gráan að lit, firvalsgrip og var hann talinn mesti vithestur. Hann var kynjaður úr Blönduhlíð í Skagafirði. lngvar var vanur að gefa klárnum töðutuggu heima í hlaði í hvcrt skipti sem hann kom fir ferð, og það enda í gróandanum. Eitt vor komur ingvar heim á þeiin gráa, og þá hafði hann átt hann í mörg ár, en honum gleymdist að gefa honum tugguna, og sleppir honum, því að góður hestahagi var kominn. Daginn eptir biður hann einhvern heimilisinann að svipast að þeim gráa, og segir að liann liafi ekki fengið neitt gott hjá sjer í gær greyið, en hesturinn finnst þá hvergi. Löngu síðar frjettist til hans norður f Blönduhlíð, þar sem hann hafði alizt upp, og hafði hann lagt í Blöndu ófæra, en engum kom til hugar að spyrja eptir honum í þeirri átt. Eptir það lagði liann aldrei neitt til frá Sólheimum. (Guíunundur Helgason.) Sagan sögð af fiorlialli Bjarnarssyni.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.