Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 18

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 18
18 „Asnan“. L^ýzkur rithöfundur, Hermann Memers að nafni, hefur nýlega látið koma fyrir JL almenningssjónir kapítula úr gömlu koptisku biflíuhandriti, sem er í Parísar- bókasafninu. Koptar eru, eins og flestum inun kunnugt vera, eptirkomendur Forn- Egypta. J»eir tóku kristni mjög snemma og hjá þeim var jafnvel einhver af hinurn fyrstu kristnu söfnuðum. En þeir hjeldu því frain, að Kristur hefði aðeins eina, guðdóinlega veru, og fyrir því inættu þeir ofsóknum af hálfu hinna ka- þólsku. Eptir að Múhainedstrúarmenn höfðu lagt landið undir sig, áttu þeir opt í vök að verjast, en halda þó ennþá, þann dag í dag trú sinni og trúarsiðum óbreyttum. feir höfðu ritmál, sainbland af fornegypzku og grísku, og á það inál var liinum helgu rituin snúið þegar í öndverðri kristni. Handritin finnast ennþá í klaustrum Kopta og cru miklu efnisríkari, en Nýja-testamenti vort. j>ar er t. d. saga Jósefs, ennfremur er þar nákvæmlega skýrt frá æsku Krists, þar sem oss aptur á móti aöeins er kunnugt, að hann hafi „þroskast að aldri, vizku og náð hjá guði og rnönnuin“. J>ar er og á fleiri stöðum bönnuð ill ineöferð á skepnum, en í voru Nýja-testamenti er hvergi talað um það bcrum orðum. Um þetta efni hljóðar einmitt sá kapítuli, er vjer gátuin um í byrjun og vjer viljuin þýða liann hjer, ef það að einhverju leiti gæti orðið til þess, aö vekja athyggli manna á þessu mikilsverða málefni. Hann hljóðar svo: „Og það bar svo við, að Jesús fór út úr borginni og hann gekk upp til fjallabyggðanna með lærisveinum sínum. Og þeir gengu upp á citt fjall, sem var illt til uppgöngu. I>ar fundu þeir mann með klyfjaða ösnu, en hún hafði falljð til jarðar, af því að byrðin var of þung og maðurinn sló hana svo, að það blæddi úr henni. Og Jesús gekk til mannsins og sagði: „Maður, því slær þú ösnu þfna, sjer þú ekki, að byrðin er of þung fyrir hana, og veizt þú ckki, að hún þjáist af því“. En maðurinn svaraði: „Ilvað kemur það þjer við. Jeg Iiefi rjett til að slá hana, þar sem hún er mín eign og jeg hef keypt hana fyrir ærna peninga. Spyr þá, sein eru með þjer, því að þeir þekkja mig og vita það“. Og nokkrir af lærisveinunum sögðu:

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.