Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 32

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 32
32 og hundavini að fornu og nýju. þjóðsögum Austurlanda cr frá því sagt, að meðan Adam var í Paradís, sýndu allar skepnur honum hlýðni og auðsveipni, og fylgdu honum hvert er hann vildi, en þegar hann var rekinn út úr Paradís, þá yfirgáfu skepnurnar hann einnig. Hann sat einmana, hryggur í hug, og hjelt höndunum fyrir andlit sjer. J>á heyrði hann að hlaupið var skammt frá honum og mjúk tunga sleikti hann í framan; hann leit þá upp og stóð hjá honum hundur og horfði hann á húsbónda sinn með lotningu og meðaumkvunarfullum augum. Og Adam varð glaður við, er ein skepnan þó ekki hafði yiirgefið hann, og vildi heldur lifa með honum, en njóta frelsis síns. Frásaga þessi er að sönnu ekki annað enn þjóðsaga, en víst er það, að uin alla þá tíð, sem sögur fara af mannkyninu, hafa hundarnir fylgt mönnum, sem tryggir vinir og lorunautar, og í fornum haugum, sem eldri cru cnn sögu- öldin, hafa menn á ýmsuin stöðum fundið hundabein. Á listaverkum Forn-Egypta hafa menn fundið hundamyndir, og Egyptar höfðu jafnvel átrúnað á hundinn, sem guðdóm. 1 Zendavcsta, biilíu Persa, er þung hegning lögð við því, að mis- þyrma hundum og svelta þá, „því húsin á jörðinni mundu standa völtuin fótum, ef eigi væru hundarnir til þess að gæta bæjanna og hjarðanna“. Og guð Ijóssins, Ahura-Mazda (Ormuzd), segir sjálfur við spámann sinn: „Jeg hef skapað hund- inn með glöggri lyktargáfu og hvössum tönnum, manninum undirgefinn, hjörðunum til varðveizlu. Jeg hef gefið mönnunum griinma liunda, til þess að verja sig gegn fjandmönnum. þegar hundarnir gæta vel lijarða sinni og láta til sín heyra, þá munu hvorki þjófar nje úlfar leita þangað til ránskapar". En auk þess hugðu menn að hundarnir hefðu aðra æðri ákvörðun, menn hugðu að þeir mundu fylgja sálum framliðinna til annars heims, og fæla burtu illa anda með augnaráði sínu. J>að cr sagt, að það sje enu siður Zoroasters- trúarmanna, að færa hunda til manna, cr þeir eru að komnir dauða, svo þeir

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.