Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 40

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 40
40 drepa hann, hann er svo ljótur“ kölluðu strákarnir, „svona viðbjóðsleg kvikindi er okkur þó óhætt að gjöra við það sem okkur sýnist“, og svo byrjuðu þeir á því að bora í blinda augað og hlóu dátt, og þeim sem fram hjá gengu, þótti þetta góð skermntun og gjörðu fremur að hvetja þá enn letja. J>að seitlaði blóð út úr hverju nýju sári, sem kvikindið fjekk og froðan vall út um munninn við hvert högg. „Hann froðufellir af reiði", sögðu strákarnir. Höfuðið var marið, annað augað stungið út og einn fóturinn var slitinn af, og þó reyndi froskurinn til þess að mjaka sjer áfrarn. j>að var rjett eins og dauðinn sjálfur fyrirliti þetta herfang. Loksins komst hann í poll og l'ann þar hæli um stund. Drengirnir, Jjóshærðu og rauðkinnuðu, voru allir saminála um það, að þeir hefðu lengi ekki skemmt, sjer eins vel og göspruðu hver írainan í annan; loksins kom þeim saman uin að kasta stórum steini niður í pollinn, til þess þó að slá smiðshöggið á þetta athæfi og vinna algjörlega á froskinum. j>eir höfðu ekki augun af honum og svipur þeirra varð Ijótur og grimmlegur Einn þeirra stökk burt, valdi sjer stóran stein og kallaði til hinna: „f>essi er víst nógu stór“. I því bili sáu þeir gatnlan horaðan asna, sein kjagaði áfram á mölinni fyrir þungum vagni. Hann var svo illa útlitandi að það voru helzt líkur til þess að hvert. sporið, sem hann steig, mundi verða það síðasta, cn þó ljet vagnstjórinn höggin dynja á honum. Vegurinn var ójafn, pollarnir djúpir og það hrykkti í hjólunum. Asninn gat varla komizt fet fyrir fet, vagnstjórinn hellti úr sjer fúkyrðunum, en skepnan tók því með þögn og þolinmæði — en hvað hún hugs- aði, það vituin við ekki. f>egar drengirnir sáu vagninn koma, þá sögðu þeir hver við annan: „Við skulum ekki kasta steininum strax, heldur bíða dálítið og láta vagnhjólið rnerja hann í sundur, það er meira gainan að þvf“. J>eir biðu við og voru óþolin- móðir að sjá hvernig fara mundi. Vagninn var kominn aö pollinum, asninn sá froskinn og beygði niður höfuðið, til þess að sjá þessa skepnu, sem tók meira út enn hann sjálfur. Hann sá að höfuðið á froskinum var marið og sundurtætt og að blóðið rann úr því, og hann sá aö froskurinn hlaut að verða undir hjólinu og tók því á öllum þeiin kröpturn sein hann ennþá hafði til, til þess að láta vagninn ganga ofurlítið aptur á bak og inn í annað spor. Vagnstjórinn bölfaði og ragn- aði og barði asnann, en skepnan spennti vöðvana, blóðuga og sundurtætta á móti vagninum og gat komið honum dálítið til hliöar og frelsaði með því froskinn, og Ijekk högg og barsmíði fyrir. I þessu bili ljet ein litla höndin steininn detta niður á froskinn, en einn af drengjunum — sá sem liefur sagt frá þessum atburði — heyrði rödd frá hirnninum stjörnum skreytta, sem gagntók hjarta hans: „Vertu miskunnsamur við skepnurnar“. Victor Hugo.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.