Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 33

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 33
33 geti farið burt í friði. J>að er og sagt að sú trú sje til á Grænlandi, að þegar smábörnin deyja, þá fylgi liundarnir þeim inn í sálnalandiö. í indverska sögukvæðinu Maliabhárata, sein ritað er mörgum öldum fyrir Krists burð, er sögð þessi saga: Hetjan Yudhishthira er á gangi og hundur hans fylgir honum. ]>á birtist honum guðinn Indra, og býður honum að uppncina hann til hitnins, en hundurinn má ekki fylgja lionum. I>á svarar hctjan: „I>essi hundur hefur neitt matar síns með mjer, fylgt mjer og elskað mig, á jeg nú að yfirgefa hann?“ Indra skipar honum aö gjöra það og lofar honum dýrð og gleði hiinnanna. I>á svarar Yudhishthira: „Heldur vil jeg vera án þeirrar sælu, því jeg vil það ekki til vinna að sleppa nokkurri lifandi skcpnu, sem jeg hef elskað. Jeg vil ekki vinna það fyrir sælu Paradísar, að yfirgefa þennan veslings hund, sem skelfur fyrir dauðanum og á engan að nema mig einan, mig scm menn kalla rjettlátan og trúfastan'". I>á brosti Indra. Ilundurinn uinmyndaðist, og varð að guðdómi dauðans og rjettlætisins, sem fylgt hafði hetjunni, til þess að reyna hann, og mælti nú til Yudhishthira: „Fyrst þú ekki vildir yfirgefa vesalings skepnuna, sem var þjer trygg, skal cnginn sitja ofar á himnum enn þú, konungur. Barata sonur, þú skalt lifandi inn ganga til hinnar eilífu gleði. Rjettlætið og kærleikinn fagna koinu þinni“. ísraelsmenn höfðu ekki miklar mætur á hundum, þó er í Tobíasar bók talaða um hundinn sem húsdýr og tryggan fylginaut mannarina. * * Hjá Grikkjum og Rómverjum voru hundarnir í meiri metum hafðir. í Odyssevs-kvæði er hin fagra frásögn af liundinuin Argus, er þekkti húsbónda sinn aptur, er hann kom heim eptir ’tuttugu ára hralminga og dó svo af gleði: „I>annig ræddust við rckkar snjallir, ítr Evmeus ok Odysseifr. Lypti höfði, lá fyri dyrum, Argus, ok upp eyru reisti. Svo hétu höldar hilmis rakka, Odysseifs hins eljunfrækna. Hafði hund þann hilmir sjálfr ungan upp fædt, en hans ekki naut; því at fyrr fór fylkir snjallr tívum helgrar til Trójuborgar. Önnur var þá æíi, er með ungutn sveinuin rann at rádýrum rakki sporvatr,

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.