Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 44

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 44
u 9 frá“. Luchs kom ineð 0. f»egar P. spurði Luchs hvað t. d. 32 og 13 væri mikið, kom liann strax með 45. Að P. gæfi Luchs nokkrar bendingar var ómögulegt, því liann sneri bakinu að hundinuin á meðan hann var að reikna. Eigandinn gat lieldur ekki hafa kennt hundinum áður að sækja einmitt þessar tölur, því ýmsir af áhorfend- unum lögði mörg dæmi fyrir hundinn og var jeg einn í þeirra tölu. deg sat svo nálægt borðinu, að jeg hafði hendina á því, til þess að fullvissa mig uin að engin brögð væru í tafli. Jeg er viss um, að Luchs var leiknari í því að leggja sainan, draga frá og margfalda, heldur enn'margir menn sem jeg hef reynt í því. Jeg ritaði 2 mannanöfn á spjald og sýndi hundinum. Hann sótti svo alla bókstafina og raðaði þeim niður í rjettri röð, svo jeg þóttist sjá aö hann væri allvel lesandi. Honum var líka sýnt vasaór og spurður hvað klukkan væri og kom hann þá með rjettar tölur, bæði uppá klukkustund og mínútu. Maðurinn, sem sat við hliðina á mjer, spilaði ,,Doinino“ tafl við hundinn. Leikurinn fór svo að hundurinn vann taílið. Hann þekkti líka vel á spilin. Honum var sagt aö koma með ýms spil, t. d. tigulkong, hjartadrottningu, laufa- gosa. spaðasjö, og kom hann ætíð með rjett spil. Flöggum ýmsra landa var raðað á borðið og þekkti hann þau einnig vel. Hann sótti þýzka, enska, franska og grfska ílaggið, þegar honum var sagt það. þegar hann kom ineð danska ílaggið, hneigði hann sig kurteislega. Jlinn hundurinn hjet Barrelli, og gjörði hann einnig ýmislegt, sem lýsti miklu viti og fimleika. Hann spilaði t. d. á stofuorgel laukrjett lagið: „Eldgamla ísafold“. En hann hafði ineitt sig í löppinni, svo hann skrækti stundum þegar hann studdi löppunum á nóturnar, þó hjelt hann áfrajn þangað til lagið var á enda. Menn segja almennt, aö það sem dýrin gjöri, gjöri þau af eðlis- leiðsu (,,Instinct“). En lýsir sjer ekki fullkomin greind í þessu, sem lijer er sagt frá aö íraman? Taki menn eptir augum hundanna, þegar þeir eru reiöir eða glaðir, eða þegar þeir skammast sín, eru hræddir, eða eru að biðja mann ineö vinalátum, þá sjá menn í þeim ljós merki uin geðshræring og hugsun. Sorg og gleði Iýsir sjer mjög ljóslega í svip hunda og hesta. {>ess meiri er ástæðan til þess fyrir menn, íremur að gleðja enn hryggja þessar saklausu, gagnlegu, trúu og tilfinningarnæmu skepnur. Tr. G.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.