Heimilisblaðið - 01.03.1936, Side 8
38
HEIMILISBLAÐIÐ
'Ég legst nú aldrei svo til hvíldar, að mér
komi ekki í hug, að um sólarupprás næsta
morgun sé ég ekki lengur til. Þó getur eng-
inn um mig sagt, sem þekkir mig, að ég
sé önuglyndur eða óánægður með hlut-
skifti mitt.«
Mozart er oft líkt við önnur mikilmenni,
svo sem Shakespeare, Goehte, Beethoven
o. fl. En sannasta samlíkingin mun þó
vera sú, að líkja honum við Raphael. I
verkum þeirra beggja dáumst vér að hinu
sama, — hinni tignu fegurð og fínleika, hinu
sanna samræmi og ókvikandi sannleiks-
þrá. Hjá báðum þessum mönnum finnum
vér hina áköfu. starfsgleði, — gleði yfir
því, að skapa ný verk, — svo að hvert ný-
hafið verk er þeim sem heilagt starf, sem
þeir lofa skapara sinn fyrir að mega fram-
kvæma. Og eins og málaralistin á aðeins
einn Raphael, svo á og hljómlistin aðeins
einn Mozart.
Pú Jesús.
Þú Jesús, lífs mins Ijúfa sól,
mér lýs af elsku þvnni,
og ver mín hjáip og vörn og skjól
á vegferð allri minni.
Ó, Jesús, leið mig lifs á braut
og lát mig viMast eigi;
þín hönd mig styðji’ i hverri þraut,
og hcettu, á nótt sem degi.
Ó, Jesíts, lcekna meinin mín
og mæðu vama’ og grandi,
og sál min leiti sífelt þín,
þú sólin alskínandi.
Ó, Jesús, synd mér forða frá
og frelsa úr greipum nauða.
Og vertu Herra helzt mér hjá,
þá halla fer að dauða.
Ó, Jesús, ieið mig lieilan Irieim
í himinsaU þína,
þar við þitt heilagt hjarta geym.
þú liólpna sáiu vtúna.
S. Halldórsson.
Opnið kirkjuna.
Ég varð glaður, er menn sögðu við
mig: Göngum í hús Drottins.
(Sálm. 122, 1.).
Þannig byrjar einn af sálmum skáldsins
hebreska, og ótal sinnum hafa trúaðir
menn tekið undir þessi orð um aldirnar
mörgu, sem liðnar eru, síðan ljóðið varð
til, Ötal menn á öllum öldum hafa meó
fögnuði og tilhlökkun gengið að dyrum
Drottins húss, til að taka þátt í guðsþjón-
ustu með sanntrúuðum bræðrum og systr-
um og fögnuðurinn hefir verið hinn sajni,
hvort sem guðshúsið hefir verið glæsilegi
musteri, tjaldbúð, eða torfkofi, aðeins að
það ha,fi verið »vígt« honum til þjónustu,
sem öll hné skulu beygja sig fyrir, Drotni
himnanna. Og allir, sem með slíkri hugs-
un, með fagnaðarljóð í huga, nálgast húsið,
munu þaðan aftur snúa, búnir nýjum
krafti og fögnuði, sem enginn getur frá
þeim tekið.
Þegar maður hugleiðir þessi orð, og ber
innihald þeirra saman við þann hugsunar-
hátt, sem nú virðist almennast ríkjandi
með þjóð vorri, þá fyllist hugurinn sökn-
uði og kvíða, söknuði út af síminkandi
kirkjurækni, síminkandi virðingu fyrir
húsi Drottins og boðskapnum, sem þar er
fluttur og kvíða, ekki vegna kirkjunnar i
heild, því »Guðs bygging stendur stöðug«,
heldur vegna þeirra mörgu einstaklinga,
sem villast frá uppsprettu hjáípræðisins,
út á eyðimörk efnishyggju og virðingar-
leysis fyrir öllu því, sem viðkemur kirkju
og kristindómi.
Kirkjurnar — guðshús -— standa. þög-
ular ein eða fleiri í hverri sveit. Þær eru