Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Síða 19

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Síða 19
HEIMILISBLAÐIÐ 49 Loksins vaknaði maðurinn við ógurlegah gaurag-ang. Þóttist hann aldrei fyrri hafa heyrt slík læti. Hann þaut fram úr rúminu og hélt báo- um höndum um eyrun, því að skarkalinn var svo mikill, að hann hélt að hljóðhimn- Urnar myndu springa. En svo áttaði h,ann sig á því, að hávaðinn myndi vera í dyra- bjöllunni, og lagði sig þá út af aftur, því að hann átti ekki á öðru von, en að ein- hver myndi vera heima, til þess að fara til dyra. En það vild,i nú svona til, að það var eng- inn heima, annar en hann sjálfur, — og hringt var látlaust og æ ákafar. Og ekki var nóg með það, að hringt væri dyra- bjöllunni, það var líka barið á útihurðina, og það svo hraustlega, að maðurinn hélt, að hún myndi verða mölbrotin, þá og þegar. Hann sá því þann kost vænstan, að fara til dyra, — og fór það berfættur og skjálf- andi. »Hver er þar?« kallaði hann. Um leið var lamið slíkt bylmingshögg á. hurðina, að húsið lék á reiðiskjálfi. Hann Þorði ekki að spyrja. í annað sinn, en opn- aði dyrnar í hálfa gátt. Hann hrökk aftur á bak cg rak upp óp. Uti fyrir stóð risavaxinn maður, grá- klæddur, ófrýnilegur og illilegur. Ilann bar á herðum sér þunga byrði, sem h,ann létti af sér og lét á herðar manninum. »Herra minn, —- þetta hlýtur að vera einhver misskilningur,« varð manninum að orði. Hann kiknaði í knjáliðunum undir byrðinni. Grái maðurinn svaraði engu. En neðan úr stiganum heyrðist óskaplegur gaura- gangur. Op: upp kom annar grár risi, —- og á hælum honum sá þriðji. Báðir voru þeir illúðlegir og báðir báru þeir þungar byrðar, sem þeir veltu jiegjandi yfir á herðar mannsins. En hann sligaðist undir Þ«im og baðst vægðar. Risarnir litu ekki við honum, en sín á milli fóru ]ieir í áflog °g lauk þeim með því, að þeir ultu allir ofan stigann, en maðurinn þaut inn í svefn- herbergið, örvita af ótta, og skildi við and- yrisdyrnar galopnar. Skömmu síðar kom konan hans heim. »Hefir nokkui' komið hingað?« spurði hún á meðan hún var að taka af sér hatt- inn. Honum rann kalt vatn milli skinns og höi'unds, en hann svaraði engu. »Vinnukonan hefir þá enn þá einu sinni gleymt- að loka dyrunum,« sagði hún. »Mér þykir vænt um, að ég er búin að segja henni upp vistinni, trassanum.« Hann reis upp og settist á rúmstokkinn, tók buxurnar sínar og fór í aðra skálm- ina.. En það setti að honum skjálfta og honum fanst sér líða svo illa, að hann hætti við að fara í hina.. »Mér er ákaflega ilt í höfðinu,« sagði hann. En hún vafði handleggjunum um háls honum, kysti hann og grét glðeitárum. »Guði sé lof fyrir það, að þú ert búinn að fá vitið aftur, vinurinn,« varð henni að orði. »Æ, - Guði sé lof. Legðu þig út af aftur. Eg lét þá vita af því, á skrifstofunni, að þú værir veikur og gætir ekki komið þangað í dag.« »Nei, nei,« sagði hann, felmtraður, — »það er alveg ófært.« Og hann fór að klæða sig. En konan hjálpaði honum, það sem hún gat og var glöð í bragði. »Ég fór í gærkveldi til hennai; frænku minnar,« mælti hún, — »og fékk hjá henní þrettán dali hand,a skóaranum, svo að nú þarftu ekki að hafa áhyggjur út af þeirri skuld lengur.« »Þa.kka‘þér fyrir, Henríetta,« sagði hann í hálfum hijóðum. Hann tók svo h<a.tt sinn, - stafinn fann hann hvergi, — og fór krókaleiðir til skrif- stofunnar. Theodór Árnason þýddi.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.