Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 28
58
HEIMILISBLAÐIÐ
sagði hún djarflega. »Heldur ekki ég, mein-
ið þér. Það er þess veg'na, að þér. þykizt
vera óhiultur.«
Með skyndilegri hreyfingu sneri hann
hastinum við, svo að hann kom út úr
myrkrinu undir trjánum. I sama vetfangi
hafði maðurinn rifið barðastóra hattinn af
höfði sér. Máninn hafði brugðið upp hinu
fölleita ljósi sínu skarnt yfir fjallshrygg-
inn, og í glætunni sá hún andlit Skuggans.
Hann lyfti upp hendinni og benti. »Þarna
inni í skóginum er rjóður. Annað kvöld
um, miðnætti bíð ég yðar þar. Ætlið þér
að koma?«
Hún hvarflaði augunum undan augna-
ráði hans, hrædd uro að láta bugast.
»Viljið þér koma?«
»Já.«
Hún hafði sagt þetta orð áður en hún
vissi af því, en alt í einu fanst henni hún
verða rólegri. »Nú verð ég að fara heiro.
Það er orðið framorðið.«
Hann gerði sig líklegan til að fylgja
henni áleiðis, en hún lyfti hendinni synj-
andi. »Nei, nei,« sagði hún og leit til húss-
ins, sem lá með u]>plýsta glugga bak við
skógarjaðarinn. »Ef einhver sæi vður!«
Hann hló lágt og borginmannlega.
»Mér lízt alls ekki á, að þér ríðið þenna
vegspotta einsömul,« sagði hann, og áður
en hún gæti áttað sig hafði hann lyft b,end-
inni, og skammbyssuskot rauf kvöldkyrð-
ina.
»Hvað eruð þér að gera!« sagði hún
skelkuð.
»Að útvega yður fylgdarmenn,« sagði
hann. »Ekki satt?«
Dyrunuro á húsinu var hrundið upp, og
þrír karlmenn komu þjótandi út. Eitt
augnablik stóðu þeir kyrrir, þá stukku þeir
á bak h-estunum, sem stóðu reiðtygjaðir við
húsvegginn.
»Flýið!« hvíslaði hún æst og keyrði hest
sinn úr sporum.
Hinn lági, borginmannlegi hlátur Skugg-
ans hljómaði enn þá í eyrum hennar, þeg-
ar hún mætti hinum þrem reiðmönnum á
auða svæðinu fyrir framan húsið.
»Ert það þú, Sylvía?« var hrópið, sem
tekið var á móti henni með. »Hver var það,
sem skaut?«
»Það var ég,« svaraði unga stúlkan. »Mér
sýnd,ist ég sjá ref í myrkrinu.«
Hún stökk af hesti sínum og gekk inn
í anddyrið, þar sem hún hengdi hatt sinn
og leðurbelti á snaga. Fóstuifaðir hennar,
Pluromer, kom út um dymar á stóru, setu-
stofunni. Sylvía bauð gott kvöld og flýtti
sér upp stigann til herbergis síns. Henni
fannst, að hún yrði að vera ein um hugs-
anir sínar, áður en hún gæti talað við
nokkurn mann.
Þegar hinir þrír ungu menn komu inn,
stóð Plummer með skammbyssu uppeldis-
dóttur sinnar í hendinni. Skamrobyssan
var köld — og öll skothylkin voru ónotuð.
II.
Svikinn í trygðmn —?
Plummer hafði heyrt skotið og hverju
Sylvía svaraði ungu mönnunum. Þegar upp-
eldisdóttirin gekk inn í anddyrið, las hann
geðshræringuna í andlitssvip hennar, og
han,n var ekki lengi að komast að ákveð-
inni niðurstöðu.
Maður, sem mestan hluta æfi sinnar hef-
ur dvalið á stöðum, þar sem hin óskráðu
lög ríkja og rétturinn er fólginn í skamm-
byssuhylkinu, venst oftast á að íhuga smá-
munina. Hann þekti uppeldisdóttur sína
nægjanlega vel til þess að gera sér grein
fyrir, að þetta. kyöld hefði eitthvað óvenju-
legra *en refur orðið á vegi hennar. Naísta
hugsun hans var sú, að hún hefði mælt sér
mót með einhvex'jum. Húm var fegursta
stúlkan í héraðinu og átti mai'ga aðdá-
endur, sem hún umgekst með meira eða
minna yfirlætisleg'ri lagsroensku, án þess að
gera einum hærra undir höfði en öðrum.