Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 6
46 HEIMILISBLAÐIÐ en vissi ekki um ástæðurnar sagði við ann- an mann: »Líttu á, þenna náunga. Ilann ríður á baki tígrisdýrsins, hann situr á því og er líkastur einhverjum guði. Hvaö hann á gott!« Þegar maðurinn, sem sat á baki tígrisdýrsins hevrði þetta, sagði hann: »Þið horfið á mig og haldið, að ég sé svona hugaður, en hvernig getið þið vitað, hvern- ig mér er innan brjósts. Þar eð mig sár- langar til að losna, en get það ekki, getur enginn vafi leikið á því, hve bágt ég' á«. I Kína er ein fuglategund tamin, til að veiða fiska. Það er skarfurinn. Það eru menn, sem fara á flekum út á ár og vötn með skarfana, en hafa hring um hálsinn á þeim, svo þeir gleipi fiskana ekki sjálfir. Hvergi, í heimi hefir verið eins mikiö framleit: af silki og' í Kína. Samkva-mt sögu Kínverja var fyrst farið að rækta silkiorminn til nytja fyrir 4—5000 árum. I þrjú þúsund ár var þessi framleiðsluað- ferð geymd eins og helgasti leyndardómur. Það er í frásögur fært, að prinsessa, sem giftist valdhafa í fjarlægu landi hafi lagt lif sitt í hættu meö því að flytja burtu með sér fræ mórberja-trésins (blöðin eru notuð til fóðurs silkiorminum). önnur sögu- sögn hermir, að munkar hafi smyglað þessu út úr landinu til Konstantinopel í pila- grímsstöfum sínum. Greint er á millj tveggja tegunda silki - ormsins, sem lifir á mórberjatrénu og þess vilta, sem lifir á eikarblöðum. Mölurinn verpir venjulega um 400 eggjum. Þegar ormurinn er þroskaður spinn.ur hann hýði utan um s.ig og er trefjan. á lengd frá 400 til 1300 metrar. 18 pund af nýjum hýðum fara í eitt pund af hráu silki. Mörg bcrn í Kína gera sér það til g'agns og' gamans að rækta silkiorma. Barnaskólum er skift í yngri og eldri deildir, hin fyrri er fjögur ár, hin síðari tvö ár. Þær geta verið skildar að. Náms- greinar eru: Borgarafræði, þjóðfélagsfræði, alþjóðarmálið eða mandarín, náttúrufraöi, reikningur, leikfimi og söngur. Það eru ekki nærri öll börn í Kína, sem hafa fengið að fara í skóla, þó mörg þúsund barnaskólar séu dreifðir um landið. En það hefir verið ákveðið, að frá ágúst 1940 verði almenn skólaskylda. Börnum er líka kennd kurteisi. I gamla daga var þeim kennd »Hsiao King«, sem er gömul bók, sem á að kenna þeim yngri framkomu í öllum smá. atriðum við þá eldri, sérstaklega foreldrana. Þau verða t. d. að hneigja sig virðulega fyrir þeim, sem eldri eru, þau mega ekki rétta eða taka við neinu með annari hendinni, ég tala ekki um að rétta það aftur fyrir sig, heid- ur með báðum höndum, standandi. Það má ekki taka sitjandi á móti neinu eða rétta það. Þau mega alls ekki tala ljótt og ekki skella hurðum. önnur bók, sem börn urðu að læra, voru tuttugu og' fjórar sögur um umhyggjusemi við foreldrana, til að hvetja þau með for- dæmum annara. Hér eru tvær af þessum sögum. Ef til vill hafið þið heyrt þær áður, en samt ætla ég að segja ykkur þær, því að sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Drengur var nefndur Pu Yu. Hann var óhlýðinn, og eitt sinn refsaði móðir hans honum með vendi. Við fyrstu höggin tók drengurinn að gráta beisklega. »Ég hefi oft refsað þér þung'legar en nú, en þér hefir varla nokkurntíma vöknað um augu. Hvernig stendur á því, að nú viröist þig kenna svo mjög til?« spurði móðir hans hissa. »Ég græt ekki af því, að þú hafii barið mig fast, heldur af því, að þú hefir alls ekki barið mig fast. Af léttum högg- um þínum ræð ég hve hröðum fetum afl þitt fjarar út og það hryggir mig«. Einu sinni var fátæk kona. Hún atti son er var 9 ára að aldri. Hún varð veik og hafði lengi ekki getað neitt nokkurs mat- ar, en langaði þó óstjórnlega til að borða fisk. En hún átti enga peninga til að kaupa hann fyrir, en auk þess var þetta um há- vetur, öll vötn og víkur harðfrosin og því engan fisk að fá. Sonurinn var í öngum sínum yfir þessu, því hann hafði gert marg- ar árangurslausar tilraunir til að verða við

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.