Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 51 að glög'gva sig á, hvrð af fötunum var okk- ar og hvað var þeirra. Loksins náði þo hver ,sínu. Pegar Kjeldborg var kominn í stóru loðkápuna sína og var búinn að setja upp stóru loðhúfuna, var hann líkari risa en- manni, enda brakaði og brast í vagn- tröppunum, þegar hann fór upp í vagn- inn. Tók hann síðan við taumunum af vinnumanninum, og hafði hann átt fullt i fangi með að halda gæðingunum í stilli. Svo komst hitt fólkið upp í vagninn, þég- ar á eftir; og þegar allir voru seztir, var engu líkara, en nátttröll væri þar á ferð Stórbóndinn gerði voðasmell með svipunni og hestarnir þutu af stað, eins og fellibvl- ur. Loksins heyrðum við ekkert til þeirra, nema það, að Kjeldborg hrópaði; »Hestar«. Hann hefir líklega sagt eitthvað meira, en það hvarf innanum vagnskrölf ið. Þetta eina orð: »Hestar« varð því sama sem kveðja hans til okkar, enda hefir mér ætíð fund- i,st síðan, að í þessu orði hafi hámark lífs- speki hans verið fólgið. Við hin stönzðuðum ofurlitla stund í for- dyrinu, þangað til vagninn hvarf og hjóla- skröltið hætti. Við ljtum í kveðjuskyni upp til Stóra Vagnsins og Pólstjörnunnar og mánans, hins-föla, en fagra. Það var voða- lega kalt — andi okkar fraus, á andlitun- um og fingurnir fóru að dofna; við fórum því að hraöa okkur inn í ofnhitann. »Það er langt síðan ég hefi skemmt mér eins vel og í kvöld«, sagði presturinn og gekk um gólf, eins og hann var vanur. »Já, ég hefi sannarlega skemmt mér á- gætlega«, sagði prestkonan. »Ágætlega«* sögðum við öll, hin, í einu hljóði. »Og hverjum er það að kenna?« spurði presturinn; »hverjum er það að þakka? Sjáið — þarna er maðurinn«, bætti hann við, studdi hönd s'nni á öxl mér: »þarna er riddarinn, laus við last og ótta. Já, Niko- laj! Kartöfluleikurinn yðar var hreinasta meistaraverk; meði því blésuð þér lífi i dauða; og' hefðuð þér ekki gert það, sem þér gerðuð, værum við nú líklega öll sam- an orðin að steingerfingum, út úr eintóm- um leiðindum. En hvað er oröið af kartöfl- unni? Hún ætti skilið að verða múruð föst í hurðina, að sínu leyti eins og ensku kúl- urnar í Kaupmannahöfn; og' neðan undir ætti að standa með logagylltu letri; Nico■ laus fecit. Já, Nikalaj minn; ég fyrirgef yður, að þér hafið brotið pípuna mína og sálgað hananum mínum, því að þér hafið nú sýnt það og sannað, að hjarta yðar er á réttum stað. Það ætti að setja corona civica á, höfuð yðar, og í skjaldarmerki yð- ar ætti að vera hálfétin kartafla: þannig ætti að sýna þér heiður og hæstu virðingu, Nikolaj — þú hinn hugvitssami Nikolaj! -----Góða nótt!« Og án þess að segja eitt einasta orð framai’, fór presturinn út úr stofunni, en við hin vorum orðlaus af undrun og horfð- um á. eftir honum. Loksins sagði Andrea Margrét: »Já, Nikolaj! Þér hafið sýnt það í kvöld, að dönsku stúdentamir geta gert allt, sem þeir vilja«. Ég varð bæði hissa og feiminn, þegar öllum þessum heiðri og allri þessari frægo rigndi yfir mig; en Korpus, Júris sagði hæðnislega. »Það var þá líka frægðar- verk, eða hitt þó heldur, að láta kartöflu standa i sér«. »Nú — þá, hefðir þú átt að gera þaó!« sagði ég og varð óðamála. Reyndar hafði mér í fyrstu ekki fundist svo mikið til um þetta kartöfluuppþot; en þegar ég heyrði hrósið úr öllum áttum, fór ég að líta öðru vísi á málið. , »Já, þið getið nú rifist um þetta á morg- un«, sagði Gamli; »það er rétt. að segja komið miðnætti og við skulum fara að sofa«. , Svo buðum við kvenfólkinu góða nótt, og við bræðurnir héldum upp í svefnher- bergi okkar. Þegar við vorum á leiðinni upn á loftið, vissi ég ekkert. hvaðan á mig stóð veðrið: Korpus Júris fór allt í einu að leiða mig og var svo blíður og laðandi, að ég

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.