Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 30
70 HEIMILISBLAÐIÐ og á dögum rannsóknarréttarins. Kyrra vikan í Sevilla var heimsfræg fyrir skraut og auð, sem þá var í borið. Daglega fóru þeir í skrúðgöngum um göturnar, börn i munkabúningi með svartar höttu á höfði, klausturbræður í miðaldabúningi, með topphúfum, dýrlingamyndir voru bornar um göturnar og boi’garar klæddir glæsi- legum búningum báru stórar höggmyndir er áttu að sýna þætti úr píningarsögu Krists, á herðum sér. Á hverju ári tóku konungshjónin og hirð þeirra þátt í há- tíðagöngu um götur Madridborgar. Það hefir ávalt verið æðsta ósk guðræk- inna grísk-kaþólskra manna, að þeir mæctu eyða páskahátíðinni í Jerúsalem, og taka þar þátt í hugfangandi guðsþjónustu í kirkju hinnar helgu grafar. Gríski höfuð- biskupinn stendur fyrir hátíðlegum fóta- þvottarsið í kirkjunni. Þar á móti er bað æðsta ósk annara pílagríma, að baða sig í ánni Jórdan. Meðan Tyrkir réðu fyrir Gyðingalandi, áður en það komst undir stjórn Englendinga, þá fór margt ljótt fram í Jerúsalem, sérstaklega í páskavik- unni. Þar lenti grísk-kaþólskum sértrúai - stefnum oft hatramlega saman. Va’r þá oft og' einatt deilt um smámuni, svo sem hve mörg vaxljós ætti að hafa, eða í hvaða röð skrúðgöngurnar ættu að vera. Voru ófógur áflog algeng l'yrir kirkjudyrum úti. Páskahátíðahöldin í Róm hafa ávallt lokkað ferðamenn úr öllum heimi þangaó, Mörgum vikum áður en hátíðahöldin byrja, streyma þeir til borgarinnar til að sjá alla dýrðina og vera við hina hugfangandi kirkjusiði. Á páskamorgni eru um 100,000 manna saman komnir í Péturskirkjunni. Páfinn er í hátíðarskrúða — hvítum kjól með Péturs- kórónuna á höfði. Kringum hann standa kardínálarnir skrautbúnir og lífvörður páfa í miðaldabúningi, háttsettir andlegr- ar stéttar menn í fjöllitum skrúða, útlend- ir sendiherrar í sínum einkennisbúningi, hinir gullgljáandi ítölsku hershöfðingjar, þar má heyra hinn engillega söng kórsvein- anna; reykelsisilmurinn og þúsundir blakt- andi vaxljósa í hinum volduga kirkjusai gera hann að ógleymanlegum sjónarleik. Eftir messuna sýnir páfi sig á svölnn- um; blessar hann þá yfi,r allan mannfjöid- ann, sem safnast hefir saman utan kirki- unnar. Oss Norðurlandabúum þykir skrít- ið, að aliur þessi manngrúi skuli klappa saman lófum, er páfinn gengur fram á svalirnar. Páskarnir í Ameríku eru ' eins og allt annað þar nokkuð út af fyrir sig. í Holly- wood er haldin útiguðsþjónusta og taka um 50,000 manna þátt í henni. Söngmenn- irnir standa í röð og að baki þeim er múr, sem ljómar af öllum regnbogans litum, Kröftugir hátalaraj- flytja hvert orð til eyrna þeirra allra, sem eru viðstaddir guðs- þjónustuna. Mikil áherzla er lögð á yfir- gnæfanlegt skraut, guðsþjónustan augiýst í dagblööunum og auglýsingar festar á aug- lýsingaspjöldin fram með alfaravegunum á sérkennilegu amerísku blendingsmáli. í Etiopíu hafa þarlendir kristnir menn haldið hinum gömlu gyðingkristnu siðum. Á páskadegi gat mönnum fundist þeir vera komnir þúsundir ára aftur í tímann. Æöstu klerkarnir komu saman fyrir utan höll keisarans, til að fylgja honum til kirkjunn- ar. Öð'ara en bólaði á keisaranum, fóru prestarnir að syngja gamla lofsöngva og dansa eftir hörpuspili og fleiri hljóðfæra. 1 sínum bláu og hvítu, fótsíðu kjólum voru þeir á, að sjá eins, og mynd, klippt út úr gamla testamentinu. En nú er þetta allfc breytt. Nú eiga Etiopíumenn engan keis- ara yfir sér til að hylla á páskadaginn. Páskarnir og píningarsaga Krists hafa blásið mörgum af hinum görnlu meisturum í brjóst. dásamlegum listaverkum. Rubens, Rafael, Holbein og margir aðrir hafa máí- að dýrleg málverk handa kirkjum og klaustrum. Á þessu ári ber páskana upp á, sama mán- aðardag, eftir voru tímatali, eins og á því

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.