Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 57 Andrea Margrét sæti við hlið mér, eins og hún hafði áður setið' við hliðina á Korp- us Júris, kom annað hljóð í strokkinn: Hún sagði, að þess gerðist. engin þörf; vegurinn lægi beint heim og hestarnir rötuðu; og þegar ég óskaði, að hafa hana viö hönrl- ina, ef eitthvert óhappið skyldi dynja yfir mig, svaraði hún, að ég þyrfti ekki annað en að halda í taumana og lofa svo hestun- um að hlaupa, eins og þeir vildu, þá gæti aldrei neitt óhappið orðið; og svo settist hún blátt áfram hjá Korpusi Júris í aftur- sætið. Nú fór að snjóa; vindurinn var kominn á norðan, snjórinn þyrlaðist. beint í andlit- ið á mér. Jæja, úr því að við ókum eins og sniglar heiman að, þá skyldum við aka eins og menn heim aftur; og ég sveiflaði svipunni og lét höggin dynja á klárunum; en þeir þutu eins og örskot eftir veginum og sleðinn hryktist og skrykktist á báða bóga. »Því ekur þú svona glannalega, maður?« sagði Korpus Júris; »ef þú heldur þessu áfram, þá. veltur sleðinn«. »Ég ek eins og ég á að aka«, sagði ég; »hafði bara gát á, sjálfum þér«, og ég danglaði í klárana allt hvað af tók. »Þér eruð vondur við blessaðar skepn- urnar, Nikolaj«, sagði Andrea Margrét. Það hafði miklu meiri áhrif á mig, það sem hún sagði, en snuprur Korpus Júris; og ég lofaði svipunni að hvíla sig lengi, lengi. Rauður og »Gamli« voru nú líka komnir upp á lagið með að hlaupa, svo þeir hlupu og hlupu alveg sjálfkrafa, og fönnin hlóðst niður allt í kringum okkur, og við vorum öll hulin hvítum slæðum. Mér var ískalt á höndunum og fætur mínir voru eins og' grýfukerti: ég óskaði þess af öllu hjarta, að við færum að kom- ast heim; en ég sá ekkert Hnetubú, hvernig sem ég reyndi að glápa. Ég átti von á því að hverju augnabliki, að ég færi að grilla í kirkjuturninn. Og eftir því, hvað við fórum hratt yfir, gat mér ekki hugkvæmst an,nað en að við værum fyrir löngu komin fram hjá Hnetubúi. Eg reyndi að átta mig. en sá. ekkert, sem ég' þekkti, hvorki hús né tré; mér virtist þar á mófti allf, sem ég gat grillt í, mjög ckunnuglegt. Þarna stóðu nú t. d. tvö beykitré — og ég var viss um, að ég hafði aldrei séð þau áður. Ég fór nú að verða hræddur um, að við værum farin að villast, en þó gat ég ekki al- ménnilega trúað því, vegna þess, að þjcð- vegurinn lá eftir beinni stefnu á milli Hróarskeldu og Hnetubús. Mér fór nú samt ekki að lítast á blikuna, og snéri ég mér því til Andreu Margrétar til að heyra hvað hún segði. En þau Friðrik höfðu alltaí setið í hljóöskrafi, víst hálfan klukkutíma, og höfðu ekkert athugað, hvernig ferðin gekk. »Hvað er þetta?« sagði hún, »við erum farin að villast; ég þekki ekki þessi beyki- tré. En bíðum við. Hvar er nú sólin? Hún er alveg hulin skýjum — jú, þarna léttir ofurlítið til í loftinu — hún hlýtur að vera þarna. En þá hafið þér líka ekið til aust- urs, í staðinn fyrir það, að við áttum að fara beint í n,orður«. »Já, það er náttúrlega því að kenna, að þér vilduð ekki sitja hjá mér, og vísa mér til vegar«, sagði ég. »Ö, það er engin hætta á ferðum — við komumst heim, þrátt fyrir þetta. Ef þér viljið stanza augnablik, þá skal ég strax segja yður hvar við erum. Þér hljótið að vera kominn hér um bil hálfa mil,u fram hjá Hnetubúi, því að þar beygist. vegurinn til austurs, til Ábæjar, þar sem Kjeldborg á heima. Máske líka, að yður hafi langað- til að heimsækja þau? Jú, nú þekki ég líka þessi .stóru beykitré — þau standa skammt frá Ábæ«. »Er það satt, að við séum komin hálfri mílu of langt?« spurði ég hissa. »Já, :— það er af því, að þér börðuð hest- ana svona miskunnarlaust áðan. En nú þurfið þér að s,núa við, því að við þurfum að fara sömu leiðina til baka aftur«. »En viljið þér þá ekki koma til mín og vísa mér til vegar, svo ég aki nú ekki of

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.