Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 20
60 HEIMILISBLAÐIÐ hug'leiðingum, með því, að kallaö var á mig að borða. Þegar ég kom inn, var hitt fólk- ið sezt að borði. »Jæja, þér ráðagóði Nikolaj« — sagði presturinn; »hvað hafið þér nú haft fyrir stafni?« Ég sagðist hafa verið inni í herberginu hans, og veriö að lesa. »Hvað voruð þér þá að' lesa?« »Ég held, að það hafi verið einhver sag- an hans Ingemanns«. »Þér hal'lið það: það er sannarlega ákaf- lega auðmýktarlega talað af yður — alveg gagnstætt því, sem menn. eiga að venjast, þegar »hin unga Danmörk« lætur í Ijós háttvirtar skoðanir sínar. Það er sannar- lega undrunarvert, að veita því eftirtekt hversu yður fer daglega fram Nikolaj, í dyggð og fuljkomnun hérna hjá okkur; en ég sagði það líka strax þegar þér komuð, að við skyldum leiðrétta mestu prentvill- urnar, sem í yður væru«. Ég- ansaði engu ■— sat bara og' át súp- una mína. »Hefir nokkuð ang'rað yður?« spurði hann ennfremur; »þér virðist vera svo þögull«. »Nei«, svaraði ég' stuttaralegur. »Það gengur eitthvað að yður«, hélt hann áfram. »Yður hefir mislíkað' eitthvað í IJró- arskeldu. Segið þér mér nú í trúnaði« — og hann teyg'ði sig' fram yfir borðið og hvisl- aði að mér — »hvort það var nokkuð við- víkjandi unnustunni?« »Æ-i, pabbi«, sagði Andrea Margrét í gremjuróm; »það vildi ég að þú vildir gera svo vel og' hætta þessu gamni«. »Já, datt mér ekki í hug«, hrópaði prest- urinn — »mér virtist þetta — Nikolaj er eitthvað daufur í dálkinn«. »Ja — nei — nei«, hélt Andrea Margrét áfram; »en hitt er öllum ljóst, að þetta gam- an þitt hlýtur að vera okkur báðum til mjög mikilla leiðinda. Hvað heldurðu t. d. að Kjeldborgsfólkið hafi getað hugsað um okkur, í gærkvöldi«. »Jæja, eftir þe&su að dæma, virðist mér helzt, að. þú óskir þess, að upp úr slitni með ykkur. Vesalings Nikolaj! Mér þykir þetta mjög leitt yðar vegna, en úr því að Andrea Margrét vill ekki halda lengra áfram, þá — já, þá er ekki hægt að bæta úr því«. Eg þag'ði; ég' vissi svo sem ekki, hvað ég ætti að seg'ja. »Vesalings Nikolaj!« tók presturinn til máls aftur; »nú er mér fylljlega ljóst, hvers vegna þér kollsteyptuð sleðanum — það hefir verið nokkurskonar ósvífni gagnvart sjálfum, yður — þér hafið náttúrlega ætlað að gera tilraun til. að hálsbrjóta yður; sve þegar það tókst ekki, þá, sökktuð þér ydur niður í vísindalegan lestur og það svo greinilega, að þér gleymduð miðdegismatn- um og — það er þó ekki vani yðar; en eins og þér vitið: »heimspekin er huggun í óllu böli«. Jæja, Nikolaj minn; nú getið þér þó sagt, þér hafið komið til, Hróarskelclu, og nú getið þér með fyllsta rétti sungio: »Æ, Hróarskelda, Hróarskelda, gamli, góði bær, þá ginntir marg^n dátann frá hnakka niður í tær«. Ég huggaði mig líka við það, að það kaámi líka dagur á eftir næstu nótt, og' þá myndi kveða við annan tón. Störfin og gledin Hvert atarf verður létt eins og leikur, ef lundin er skemmtin og hýr, en annars það ver'ður áð oki, og — undir því margur hýr. Með Guði er vissast að vera og vinna hvert starf fyrir hann, þá verður hér létt mn að vinna, eg vinn fyrir hann, sem mér ann. Já, sá, sem þér unni frá eilífð og allt liefir gert fyrir þig; hann fái þér verk til að vinna, liann vill al.lt sé gert fyrir sig. B. J.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.