Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 24
64 HEIMILISBLAÐIÐ líf, sem líður skjótt og endar oft fljótt, eins og hjá ríka manninum, ,sem lét Lazarus eiga sig; og auðuga bóndanum, sem var »bara« að hugsa um og hlakka til, að éta og drekka sjálfur af gróða sínum, án nokk- urrar umhugsunar um ódauðlega sál sína, Guð eða aðra menn. En sfíkt er »hættusemd hæsta, og henni Guð forði« oss öllum. Því að slíkt er blá- ber »mammons«þjónusta«, gagnstæð þjón- ustu Guðs. En það segir sig þó sjálft, að þær mann- eskjur þurfa allra sízt að vera áhyggju- fultar fyrir lífinu hér, sem guðrækilega elska og' ástunda skyldu og nauðsynjastörf lífsins, þar eð sú starfsemi hefir með sér og' yfir sér guðlega velþóknun og blessunar- fyrirheit. Jesús bendir líka í þessu sambandi, á einhverjar hinar starfsömustu, og jafn- framt áhyggjulausustu skepnur Guðs, sem unnt er á að benda; »fugla loftsins og lilj- ur vallarins«, sem forsjón Guðs fæðir og klæðir mjög ríkulega, svo lengi sem þeim er aldur ætlaður hér. En einmitt þarna, hjá þessum skepnum, er fordæmið og' fyr- irmyndin um sílifanda starf og látlaust vinnanda þ’f; og þar með þá líka um rétt- mætt áhyggjuleysi, kvíðaleysi og ánægju: og um ugglausa forsorgun Skaparans. Hitt er þó engu að síður eilífur sann- leikur, sem eilíf nauðsyn. er að muna, trúa og fylgja,, að allt vort líf og starf hér, á og þarf að vera »umfram allt«, leit og starf að eflingu og útbreiðslu Guðsríkis og hans réttlætis fyrst hér í tímanum, og síðan áfram í eilífðinni. En það er fólgið í því að lifa og starfa réttlátlega, friðsamlega og' glaðlega, í og af Guðs elsku og mann- kærleik, kristilegri trú og Guðstrausti, sjálfum sér og' öðrum mönnum jafnt til blessunar, andlega og líkamlega, enda er þá öll slík starfsemí sannarleg þjónusta Guðs ■— sannarlegt Guðs verk. Mér finnst og skilst því, að það geti ver- ið í anda sjátfs Krists, er öldungúrinn vinnuelski og vinnuglaði sag^i; »Blessuð vinnan«, og þá líka um leið mega segja: »Blessaðir þeir og þær, sem þannig vinna«. I Krists anda finnst mér þá líka þao vera, að óska þess og biðja öltum mönnum, á öllum aldri, körlum konum, á meöal vor, að þeir og þær lærði og kynni kristilega að elska, heiðra og ástunda alla gcða og upp- byggilega starfsemi, jafnt fyrir þetta líf og hið komanda. og fyndi svo í því .si.tt sann- asta líf og yndi. Enda mundu þá og flestar hvíldar- og skemmtistundir, verða því sædi. betri og glaðari, sem betur væri starfað. Og í Krists anda vona ég þá einnig, að það sé, að biðja nú btessunar, og lýsa bless- un yfir allri þeirri góðri, trúrri og dyggri starfsemi, sem bæði hér hjá oss og ann- arsstaðar hefir nú farið og fer fram á um- liðnum, yfirstandanda og komanda tíma. til þess, eftir »skikkun Skaparans«, að i’ull- nægja eðlilegum þörfum og kröfum aljs lífsins. Enda gerum vér nú væntantega bæði að biðja og vona, að öll vor ærleg vinna og vióleitni megi verða að áþreifan- legri blessun á komanda tíma, þrátt fyrir allt er á brestur, svo að alljr, sem guðræki- lega og' dyggilega hafa unnið, megi þá. lifa gjaðir, ókvíðnir og þakklátir við góða líó- an. Og þá líka finna til Guðsríkisins hið innra í sjálfum sér og hið ytra sín á milli, svo að líka megi segja, að tíkamlega vinn- an hafi einnig verið guðsríkisvinna. En það á öll vor vinna ætíð að vera; ætíð að hafa þann tilgang, það markmið, að fegra og fullkomna, betra og farsæta allt lífið, bæði þessa heims og annars — efla og útbreiða Gpðs ríki á jörð og himni. Svo gefi þá Guð, að vér öll vinnum, hver í sinni stétt, alta tíma, sem bezt og kristi- legast, að hverju góðu og gagnlegu verki, meðan dagur er, hver eftir gefnum hæfi- leikum, og blessi svo alta trúa og dygga vinnu og vinnendur með stundlegri og ei- lífri blessun sinni, er öllu getur séð borgið og látið allt verða til góðs þeim, er hann elska. Felum honum svo sjálf oss og öll vor efni og ráð í trú og trausti til hans í Jeoú nafni — Amen.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.