Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 31
HEIMILISBLAÐIÐ 71 Mest kveður að þeim í Suður-Ameríku. Bæði einstakir menn og ríkin liafa sent út menn til þess að vinna að því aó stað- aldri og mæla og finna ný og ókunn lönck Þess veróur enn langt að bíða, að ailt land þar verði fullkannað. Það er langt frá Suður-Ameríku til Asíu. Enginn árangur hefir orðið af göngum landkannenda á Mont Everest, hæsta tind í heimi. Englendingar uröu að gefast upp við það að komast upp á þann núp; en þýzkir fjallgöngumenn gengu á sex fjöli önnur, er voru meira en 6000 metrar á hæð. Nú liggja eigi fyrir neinar nýjar landkönnunarferðir eða göngur á Hima- laya-fjöll. Þar á móti er þýzkt landkönn- unarfélag í aðsígi með að kanna fjallahér- að í Mið-Asíu. Nú er í ráði að fara nýjar landkönnur- arferðir um Mið-Afríku og' Vestur-Indlan 1, til þess að kynna sér dýralíf þar. Búist er við mörgu og miklu nýstárlegu. Það eru einkurn svæðin fram með Kongó-fljótinu í Afríku, sem ráogert er að kanna; er bá sérstaklega leitað, eins og áður, að hin- um hvíta Gorilla-apa. Og sömuleiðis hafa menn staðráðið, að veiða dvergfíl þann, ári, er Kristur var krossfestur. Það var 7. apríl. Páskarnir fyrstu í kristnum sið 9. apríl. Á kirkjuþinginu í Nicæu 325, var fast- ákveðið að fyrsti sunnudagur eftir vor- jafndægur skyldi vera páskadagur. Nú hefir verið í lög' tekið, að páska skuli halda sunnudaginn eftir annan laugardag í apríl. Þetta er sumstaðar orðið að lögum í landi, en erfitt gengur með að framkvæma þau. Það er svo margt, sem þar kemur til greina, þarf að taka svo mörg tillit, trúar- legs eðlis og' annars. Sjálfsagt. líða enn mörg á.r áður en ákvörðun Nicæu-þingsins verði breytt. sem mjög er rætt um, til að sanna til full.s tilveru hans. Frá Malakka-skaganum og Birma ganga sögur af að fundist hafi merkileg skepna, óþekkt áður, með rottuhaus og ugluaug- um. Enn fremur hafa menn vonir um að geta fundið hinn geltandi hjört með því að veiða hann eða skjóta að minnsta kosti. Pikard prófessor vill gera tilraun til aó kafa djúpt í Karabiahafið við Ameríku. til hafrannsókna. Talúst þær tilraunir vel, mun líann seinna efna til köfunar í Kyrra- hafinu, þ. e. a. s. 9—10,000 metra niúui. Ef honum tækist þaó, mundi hann geta rannsakað mörg merkileg fyrirbrigði segul- magns og sjávarþrýstingar með mæling- um. Og' að öllum líkindum rekst hann þar á dýralíf og jurtalíf, sem enginn dýrafræð- ingur né grasafræðingur hefir nú minnsta hughoð um. Um rannsóknir lofthafsins fer nú litl- um sögum. Pólski flughnötturinn brann á ferðinni og mun verða langt þangað til annar slíkur verður sendur út í geiminn. En hærra fljúga menn nú en nokkru sinni áður eða um 20,000 metra. Lincoln Ellsworth ætlar að takast á hendur flug yfir Suðurheimskautið og svæðin náfægt Enderby Land, til að ráða þar ýmsar óráðnar gátur. Byrd admíráll ætíar líka að fara í nýja landkönnunar- ferð. Hann ætlar að búa sig út með spán- nýjum gögnum, til þess að herja út úr hinni »sjöundu heimsálfu« hennar síðustu leynd* ardóma. Hann mun og' um leið leita upp hverskonar málma, sem þar kunna að vera. Hér er nú aðeins drepið á fátt eitt, sem ötulir og hugum stórir menn ætla að taka sér fyrir hendur að ráða til lykta. Lækn- ana dreymir sömuleiðis sína drauma um útrýmingu krabbameins, holdsveiki og hita sóttarinnar illræmdu í Afríku og víðar (Malaria). 30% af íbúum jarðarinnar eru fœddir örfhent- ir. Helmingur þeirra hefir vanið sig á að nota hægri hendina, en finnst þó bezt að nota vinstri hendina. Amtsbókasafnið á Akureyri 08 013 644

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.