Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 16
56 HEIMILISBLAÐIÐ Gamli sjálfur — þ. e. a. s. Kristófer — myncli hafa gert. »Já, bara að »Gamli« færi nú að haida ræðu«, hugsaði ég; »þá fengi Korpus Jús- is prédikun, sem hann myndi lengi minn- ast.«. En »Gamli« sagði ekki eitt einasta orð; hann hékk með hausinn; hann langaoi auð- sæilega aðl segja: »Hann er gerspilltur, bað er ekki til neins, að eyða orðum við hann«. Og »Gamli« labbaði götuna, eins og spek- ingur, sem er hlaðinn hugsunum. »Aktu dálítið hraðar, Friðrik«, hró]>aði ég, því að mér fannst þessi sleðaferð al- drei ætla að taka enda; »það er engu lík- ara en að við höfum lík í sleðanum — við förum svo hægt«. »Við förum nógu hratt; það má ekki þreyta hestana«, svaraði Korpus Júris. »Þreyta hestana! Ég ímynda mér bara, að þeir sofni. Og líttu á hvernig hann dimmir í austrinu. Það verður komin hríð eftir klukkutíma«. »Það hressir«, sagði Korpus Júris, Þó danglaði hann ofurlítið í »Gamla«, til að þóknast mér; og gekk nú ferðin ofurh'tiö greiðlegar en áður. Við fórum fram hjá hólnum, þar sem ég hafði fengið nokkurskonar vitrun, þeg- ar ég var á leiðinni frá Hróarskeidu tii Hnetubús. Þá hafði ég séð þar ungan marn. sitja við hliðina á ungri stúlku, og þau höfðu bæði horft á gulli roðið sólarlagið yfir bylgjum Isfjarðarins. Korpus Júris hefir víst séð eitthvað uppi á hólnum, því að hanri benti þangað með svipunni, og Andrea Margrét benti líka þangað. En »Gamla« hefir víst vitrast eitthvað stór- merkilegt hinum megin við veginn — lík- legt, að hann hafi í anda séð þar laufgræn- an. hagann — því að hann rölti beint út aö skurðinum, og hefði líklega laumað okkur öllum niður í hann, hefði Andrea Margrét ekki séð, hvað hann ætlaði sér, og' tekið í tauminn, til hinnar hliðarinnar. »Þarna vorum við nærri oltin með öllu saman«, sagði hún hlæjandi. Ég ætlaði einmitt. að fara að hrósa henni með nokkrum vel völdum orðum fyrir það, að það væri gersamlega ómögulegt, að velta úr sleðanum, þeg'ar Andrea Margrét sæti við hliðina á manni; en Korpus Júris varö þá fyrri til, og tók bitann frá munninum á mér, með því að segja, einmitt það sem ég ætlaði að segja. Lokslns komumst. við þó til Hróarskeldu. Við komum hestunum og' sleðanum til geymslu í veitingahúsi, og nú var ég á- nægður; nú gat ég gengið við hliðina á Andreu Margréti. Reyndar gekk Korpus Júris við hina hljðina; en við það varð nu að sitja. En samræðurnar voru ekki á marga fiska. Þótt eitthvert okkar segði eitthvað, þá. önzuðu hin engu, og rak ég mig á það þá, eins og reyndar oft. áður, að það er ekki heppilegt,. að þrír s.éu á skemmti göngu saman. Þarna röltum við þrjú aftur á bak og áfram um göturnar og horfðum á húsin og búðirnar. Og þótt eitthvert okk- ar gerði einhverja athugasemd, þá var því engu svarað, nema þá með ofur stuttara- leg'u: »Nei« eöa: »Svo«, eða: »Jáí, eða ein- hverju slíku. Andrea Margrét var meira að seg'ja þegjandi, og það var þó ekki vani hennar. Eg óskaði með sjálfum mér, að Korpus Júris væri kominn heim og stæoi á höfðinu í sveitareikning'unum; þá skvldi ég hafa notað tímann til annars en að telja steinana á götunum í Hróarskeldu. Vio ^ gengum meira að segja þegjandi fram hjá. dómkirkjunni. En þegar við vorum að skoða hana, fyrir þremur dögum, gat Iíorpus Júris aldrei nógsamlega dásamað hana fyrir dýrð og vegsemd; mér fannst auk heldur, hún hafa minnkað síðan. Ég . hlakkaði nú eins mikið til að komast á sleð- ann, eins og ég hafði áður óskað að kom- as,t af honum; og ég held helzt, að Andrea Margrét hafi líka orðið guðsfegin, þegar við vorum búin. að kaupa það, sem við þurftum. og' vorum búin til heimferðar. Nú heimtaði ég að verða ekill, á heim- leiðinni og Korpus Júris lét það strax eft- ir mér. En þegar ég krafðist þess, aö

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.