Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Síða 6
4 IIE I M I L I S 15 L A Ð I Ð I hinn sýrir meira að seg'ja sálir þeirra sein sjálfir þykjast standa fjarstir. Við skulum skoða þetta frá tveimur hlið- uoi. I. .lesús lauk merkilegustu ra-ðunni, sem haldin hefir verið, með þessari líkingu: Hver, sem því heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim ,honum má líkja við hygginn nutnn. er hyggði hús siH á bjargi; og steypiregn kom ofan og beljandi læk- ir komu og stormar blésu og skullu á því húsi, en það féll ekki, því að það var grundvallað a bjargi. Og' hver.inm, sem heyrir þessi orð mín og' breytir ekki eftir þeim, honum má líkja viðheimskan manri, er hyggði hús sitt á sandi; og steyiriregn kom ofan og beljandi lækir komu og stormar blésu, og buldu á því húsi. og það féll og fall þess var mikið. Það má heita ao allir, sem komnir eru til \úts og ára, kunni þessa líkingu utan að. En fæst okkar heimfæra hana í fullri alvöru beint tii daglega lífsins, eins og' Jesús ætlaðist til. Við gerum okkur ekki n.ægilega grein fyrir því, að Jesús er und- ir öllum kringumstæðum svo stórbrotinn persónuleiki, að engum nranni, sem til hans þekkir, hæfir annað en taka ákveðna afstöðu til þess, hvort Jesús hafi hér haft rétt fyrir sér, eða ekki. En þó við kannske gerum það. eða réttara sagt göngum að sjálfsögðu út frá því, að hann hafi á rétlu að standa, þá er minnst fengið með því einu. Þá er eftir að skilja að. Þetta eru ekki einhverjar heimspekilegar tríiarsetn- ingar í munni hans, heldur blátt áfram hagnýt ummæli. A þennan hált er hann að hoða mönnunum alveg ákveðinn lífs- veg, alveg sérstaka lífsbreytni, sem lífs- gæfa þeirra eða ógæfa dagsdaglega er undir komin, hvort þeir taka upp eða ekki. Það er vitanlega löngun allra að láta sér ekki misheppnats lífið. Við viljum öll vera gæfumanneskjur og sitja raunveru- lega sólarmegin í lífinu. Eg held nú ann- að og meira. Eg held, að við viljum öll innst inni g'era það góða og rétta. — En okluir finnst eins og við varla kunn- um tökin á þessu, vitum naumast hvern ig við eigum að fara að því, né höfum máttinn til þess. Hér er það, sem Kristur kemur inn í dag- lega lífið, að minni skoðun. Þarna snert- ir hann okkur öll svo mikið, að við get- um raumerulega ekki sloppið hjá hon- um, enda þótl \ ið vildum. Daglegau mein- in, árekstrarnir, óhöppin, ógöngurnar koma nefnilega af því, að Kristur er ekki tekinn nógu alvarlega - eða má ég segja hversdagslega, án þess að það valdi mis- skilningi. Hann hefir nefnilega stungið út kortio. Hann hefir varpað Ijósi yfir veginn. En það er eins og við áttum okkur ekki nógu vel á því. Við skiljum það kannske, en við tileinkum okkur það ekki nógsamlega, að ef hann vill okkur nokkuð, þá vill hann fyrst og' fremst kenna okkur að lifa dag- lega lífinu, æfinlega og' alstaðar. Og ann- að hvort getur hann það eða ekkert. — Sjálft daglega lífið sannar, að það ei hyggins háltur að fara að dæmi hans. Hér þarf ekki að eyða mörgum orðum til að sýna, að hinn vestræni heimui' er nú í hinu mesta öngþveiti. Hann er nýslopp- inn út úr því ægilegasta hernaðarháli, sem srigur fara af, og þó óttast menn ekkert meira þessa stundina, en að aðrir enn þá voðalegri styrjaldareldar blossi upp á ný, svo að öll Vesturálfan verði innan stund- ar rjúkandi rústir. Stjórnmálamennirnir og aðrir ráðamenn þjóðanna standa flest- ir skelfdir og ráðalausir gegn þessum ógn- um, og grípa það helzt til bjargar, að víg- búast af brjálkenndu ofurkappi, án nokk- urrar verulegrar trúar á árangurinn. Þ\ í hin mesta hugspilling og þar af leiðandi siðspilling hefir grafið þjóðlíf flestra landa eftir heimsstyrjöldina einsog vatns- agi í fjallhlíð, sem hætt er við að hleypt skriðunni af stað, hvaða augnablik, sem vera skal þeirri skriðu, sem svo að segja ekkert kemst undan.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.