Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Page 26

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Page 26
24 HEIMILISBLAÐIÐ skeð á þess4.i augnabliki. Eða eigum við heldur að segja, að brúðkaup okkar verði á morgun«. »Nei, ég vil ekki — ég get ekki, þér megið ekki snerta mig«. En Salvatore gekk alveg til hennar. Hann greip um háls hennar með báðum höndum: »Það er synd að fara þannig með þennan hvíta. fagra háls?« sagði hann, »en snara böðulsins mun snúast um hann, vegna þess að þér eruð svo heimsk, svo hræðilega heimsk«. Hann klemmdi að hálsi henn- ar, svo að henni lá við köfnun. Svo sleppti hann henni og ýtti henni frá sér. Hann horfði á hana brosandi: »Þú ert of inndæl til hengingar, þess vegna ákveð- um við að halda brúðkaup á morgun«. Helen svaraði engu. Hún óskaði frelsis, til þess að geta haldið áfram leitinni að Carson konungi. En hún neyddist til að beygja sig fyrir vilja Salva- tores. Nú var öllu lokið. Blærinn hafði orðið að hvassviðri og hvassviðrið að stormi og stormurinn að fárviðri. Helen sat niðri í klefa, með andlitið milli handa sér og starði fram fyrir sig í örvæntingu. Nú voru sex tímar síðan hún var gift Louis Salvatore greifa. Hún bjóst við honum á hverri stundu. Fárviðrið hafði hrakiö »Stormfluguna« af leið. Himininn var þakinn bik- svörtum skýjum. Sólin hafði ekki sést allan dag- inn. Skonnortan lét eltki að stjórn, heldur barst um hafið upp á von og óvon. »Salvatore kemur bráðlega«, sagði Helen upphátt. »en ég vil ekki tala við hann. Heldur dauðann en slíka smán. Ég kasta mér útbyrðis«. 1 sama bili var klefahurðin opnuð og inn kom Salvatore. Hann lokaði á eftir sér og kom hægt til Helen. Hann brosti, en Helen vék til hliðar. Hún gekk aftur á bak unz hún nam staðar, með bakið við skápinn. Lengi stóð hann kyrr og starði á Helen. Hún sá hvernig slagæðin barðist á hálsi hans. Svo gekk hann eitt skref áfram, tók hana í fang sér. Hann þrýsti henni að sér um leið og hann talaði. Orðastraumur barst að eyrum hennar, hún skildi ekki hvað hann sagði. Hann ýtti höfði hennar aftur og kyssti haria á lcinnar og háls. Köld og hreýfingarlaus lá hún í faðmi hans. »Þú skalt lifa«, livæsti hann í eyra hennar. »Eg hata þennan kulda þinn. Blóðið skal þjóta af æsingi eftir æðum þínum. Kysstu mig, Helen. Ég er mað- urinn þinn, þú átt að elska mig. Það sem Guð hefir samtengt má ekki maður sundur skilja. Þú skalt heiðra mig, hlýða mér«. frá Skotlandi til Ameríku með 31 manna áhöfn og Zeppelin- skipið ZR-3, sem flaug 1924 frá Friederiehshafen til Lakehurst, New Jersey, með 33 manna áhöfn. Það var því enginn vafi á, að Lindbergh var 67. mað- urinn, sem flaug í einni lotu vfir hafið. Ripley varð brátt að fá sér aðstoðarmann, til að rannsaka, hvort hinar merkilegu stað- reyndir væru réttar, sem hann vakti með undrun heimsins: en smám saman óx starf þetta svo, að hann hafði 13 fasta menn í starfinu með sér, og í þeirra flokki voru margir. málfræð- ingar. Einn þeirra er allan sinn starfstíma á bókasafninu í New York; hinir eru framkvæmdar- stjórar í þessu geysilega fyrir- tæki. Ripley hefir nú í fjölda mörg ár teiknar sínar daglegu mynd- ir undir yfirskriftinni: »ötrú- legt, en satt«, en hann hefir ávallt efni fyrirliggjandi til tveggja ára (1934). En þrátt fyrir það er hann allt af á ferð og flugi til að leita að nýung- um og hefir komið til flestra landa. Hann hefir sett sér það mark og mið að sækja heim öli lönd í heimi, og er nú þegar búinn að koma við 1 67 þjóð- löndum. Hann fær daglega milli 1500—4000 bréf, og er þaö meira, en margar verzlanir heimsins fá. Þó að þetta heimti mikið starf þá. er það þó þýð- ingarmikið, þar sem margir bréfritaranna senda honum góð- ar uþplýsingar. Enn mun Ripley vera ókom- inn til Tslands til að leita frétta?

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.