Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Page 28

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Page 28
26 11 E IM I L I S B L A Ð I Ð Hringur drottningarinnar af Saba Skáldsaga eftir H. Rider Haggard [Frh.] Vér riðum nú gegnum skarðið og er vér þurftum að fara gegnum ýms hlið á víggirðingunni, þá voru þau opnuð fyrir oss, og síðan óðara lokað á eftir oss. Vér urðum jafnfegnir að losna við varð- mennina, sem þeir við oss, svo þegar vér vorum komnir út fyrir síðasta hliðið, flýttu hermennirnir sér að hverfa til baka. Hvort það var af ótta við Fungana, eða af ásókn j það að taka þátt í brúðkaupshátíðar- höldunum, er óvist að vita; en þeir hurfu skyndilega, og kvöddu oss með fínustu forrnælingum. Þegar vér svo vorum bún- ir að binda úlfalda vora í eina hálarófu. héldum vér áfram eimr okkar liðs, hjart- anlega þakklátir fyrir að losna við þetta ógeðfellda föruneyti. Og' allir báðum vér þess samhuga, að vér sæjuin aldrei Abatía framar né heyrðum rödd hans, hvorki í þessum heimi né í hinum tilkomanda. Þegar vér vorum komnir niður a slétt- una, námum vér snöggvast staðar, til að hagræða lest vorri á sem beztan hátt. Vopnaðir urðum vér auðvitað að vera, og vopn höfðum vér ekki mátt bera allt til þessa. Þar sem vér vorum ekki ncma fjór- ir til að stýra hinni löngu úlfaldalest, þá vorum vér neyddir til að skipta oss. Higgs og ég riðum í fararbroddi, af því ég var kunnugaslur eyðimerkurveginum. Olivcr var í miðri lestinni, en Hróðrekur aftast- ur. Hann hafði glöggva heyrn og sjón og var þaulkunnugur úlföldum; hann vissi hvernig hann átti að knýja þá áfram, ef þeir gerðust óþægir eða vildu snúa til baka. Stórborgin Harmac var nú á hægri hlið við oss, og sýndist oss hún vera næsta eyðileg að sjá, og þó að kornið væri ineira en fullsprottið, þá var uppskeran ekki byrjuð. Var því auðsætt að Fungarnir höfðu yfirgefið landið. Nú vorum vér staddir beint fram undan Harmacdalnum, og sáum hina stóru hamravættir sitja þar sem hún hafði setið þúsundir ára. En höf- uðið var af henni; það hafði flutzt til Múr, og á hálsinum og herðunum sáust stórar sprungur eftir óg'urlega sprengingu. Ekki heyrðist heldur nokkurt hljóð þar inni fyrir, þar sem hin helgu ijón höfðu hafs! við, svo að þau voru vísl dauð öll saman. Higgs var enn að hugsa um það mark, sem hann liafði sett fornfræðirannsókn- um sínum, — stakk hann nú upp á því, að vér skyldum eyða hálftíma til að ganga fram í dalinn til að sjá, hvernig' vætturin mikla liti úr frá þeirri hlið. »Auðvitað þekkjum við Hróðrekur og ég allt svo hið hið innra í henni, ljóna- hellinn og allt annað þar: en ég vildi gefa mikið tii að geta rannsakað hana líka frá hinni hliðinni og gera uppdrátt af henni«. »Ertu alveg frá þér?« spurði ég og lét Higgs þá óðara undan. En ég held, að hann hafi ekki fyrirgefið mér þetta svar, allt til þessa dags. Vér rendum auga í síð- asta sinni til Harmac-guðsins, sem vér höfðum leyft oss að eyðileggja og héld- um ferð vorri hraðan áfram, þangað til myrkur datt á. Vér vorum þá komnir að eyddu borginni, þar sem Shadrach hafði leitast við að byrla Faraó eitur. Þar tók- um vér ofan af úlföldunum og slóum upp tjöldum; þar var sem sé vatn í grennd og maísakur handa úlföldunum að bíta. Áður en komið var svartamyrkur, reið Hróðrekur spölkorn fram á við til að njósna, en kom brátt aftur og kvaðst ekki hafa orðið var við nokkurn mann. Át- um vér þá af þeim vistum, sem Abatíarn- ir höfðu fengið oss, en vorum þó hálf- smeykir við eitur í þeim. Síðast ráðguð- umst vér uin hvaða leið vér skyldum taka, hvort heldur gamla Egiptalandsveginn, eða norðurleiðina, sem Shadrach hafði

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.