Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Qupperneq 30

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Qupperneq 30
28 HEIMILiSBLAÐIÐ oss ágæta ölfalda, að því ónefndu, sem híín klyfjaði þá með«. En ég endurtók aðeins þetta: »Veslings Maqueda«. Þennan dag fórum vér stutta leið, því að vér vildum fá fulla hvíld, áður en vér legðum inn í eyðimörkina. Og þar sem vér fundum, að nö var oss óhætt fyrir of- sóknum, þá lá oss elckert á. Um nóttina lágum við í litlu dalverpi við læk, sem féll undir ás nokkurn. Snemma morgun- inn eftir vöknuðum vér við það, að Hróð- rekur, sem staðið hafði á verði, hað oss skelfdur að rísa á fætur, því að verið væri að elta oss. Vér spruttum á fætur og grip- um byssurnar. »Hvar eru þeir«, spurði ég. »Þarna, þarna«, svaraði hann og benti á hæðina á bak við oss. Vér hlupum á bak við runna nokkra og njósnuðum þaðan. Vér komum þá auga á einsamla manneskju, þar sem hön kom ríðandi á hesti; hun var niðurlut og' næsta þreytuleg. Hön var alveg hulin síðri kápu með hettu yfir ,virtist stara á fjald vort og gera sér far um að grenslast um það. Higgs setti byssuna fyrir auga sér og skaut á hana', sem sat á hestinum; en Oli- ver stóð fast hjá honum og tókst að slá í byssuna, svo að kölan fór beint í loft upp. »Farðu ekki að ráði þínu eins og fífl«, sagði hann. »Sé þetta ekki nema ein mann- eskja, er engin þörf að skjóta iiana; og séu það fleiri, þá lokkar þö þá bara hing- að«. Þá keyrði komumaður þreytta hestinn sinn fram, og færðist hægfara nær. Ég sá, að þetta var lítil manneskja. Strák- linokki, hugsaði ég, sem sendur er með einhver skilaboð til vor. Sá, sem á hestinum sat, var nö kominn til vor, renndi sér niður af hestinum^ og stcið svo grafkyrr. »FIver ert þö?« spurði Oliver, og horfði grandgæfilega á þenna hjöpaða komu- mann. »Það er manneskja, sem flytur þér tákn, herra«, svaraði hön lágt og ógreinilega. »Hérna er jarteinin«, heyroi hann enn fremur sagl. Var þá mjög smá og fín hönd rétt fram til hans og hélt á hring milli fingranna. Hann þekkti hann óðara. Það Var hring- ur drottníngarinnar af Saba. Oliver fölnaði: »Hvernig hefir þö komist yfir hann?« spurði hann hvatskeytlega. »Er hön dá- in, sem ein hefir rétt til að bera hann?« »Já, já«, var þá svarað með afbökuðum. rómi, að mér skildist. »Niðji konunganna, sá, sem þö jrefir kynnst, er dáinn, og þar’sem hön þarf eigi lengur að nota þessa gömlu jartein, til að tákna vald sitt, þá hefir hun arf- leitt þig að hringnum. Þig, sem hön minnt- ist ineð kærleika til síðustu stundar«. Oliver fól andlitið í höndum s'ér og sneri sér undan. Þá var enn sagt: »En konan, Maqueda, Hem einu sinni var sagt, að þö legðir ásl- arhug á — —« Hann brá höndum frá andliti sér og starði. »----Konan Maqueda, sem einu sinni var sagt að þö ynnir — hun er enn á lífi«. Þá féll liápuhötturinn af henni og vér sáum ásjónu hennar í ljósi upprennandi sólar. Það var Maqueda sjálf. Nu varð hátíðleg þögn. »01iver, herra minn, viltu þiggja hring drottningarinnár af Saba?« \ Eftirmáli Maquedu. Ég Maqueda, sem einu sinni var köll- uð Walda Nagasta og Takla Warda, þ. e. niðji konunganna, hefi erfðayfirráð yf ■ ir Abatíþjóðinni, afspringur Salómós og Saba-drottningarinnar — ég rita þetta, að skipun Olivers, herra míns, af því að hann óskaði, að ég skyldi segja frá nokkr- um atburðum með mínum eigin orðum. Vissulega eru allir karlmenn heimskir,

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.