Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 14
122 heimilisblaðið Endurminningar Kristjáns Á. Benediktssonar Endurminningar þessar eru frá árunum fyr- ir og um 1870 og eru bernskuminningar liöf. undar úr sveit sinni, Kelduhverfi. Er í þeim ítarlega lýst daglegu lífi á þeim tímum, sið- um og venjum, atvinnuháttum o. fl. Eru end- urminningarnar liinar fróðlegustu og skemmti- legar aflestrar. Kristján Ásgeir Benediktsson fæddist að Ási í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu 23. ágúst 1861. Barn að aldri missti hann föður sinn og ólst upp hjá móður sinni. Hann byrjaði að læra undir latínuskólann, en af skólagöngu varð ckki, og olli því fjárskortur. Hann fór á Möðru- vallaskólann og lauk þaðan prófi eftir tveggja vetra nám. — Kristján fluttist til Ameríku 1894 og settist að í Winnipeg. Vann bann þar að skrifstofustörfum. Hann fékkst nokkuð við rit- störf og skrifaði m. a. skáldsögur undir nafn- inu Snær Snæland. Þessar endurminningar Kristjáns birtust upp- haflega í Heimskringlu, öðru aðalblaði íslend- inga vestan hafs, árið 1907. Þær eru prentaðar hér óbreyttar. ÚG er fæddur og uppalinn í Kelduhverfi i Norður-Þingeyjarsýslu. Ég ætla að segja frá liáttum og siðum og hversdagslífi Jiar. Á æskuárum kom ég örsjaldan í næstu sveit (Axarfjorð). Um þessar mundir, sem hér um ræðir, var Keldhverfingum veitt meiri at- hygli en öðrum norðursýslubúum. Það kom ekki til af neinu góðu. Á undan voru þrír ungir menn í Kelduhverfi, sem liéldu þeirri skoðun a loft, að Biblían og klerkaræður væri allt saman verslegt, en ekki innblásið. Af þessu voru Keldhverfingar í hljóði kall- aðir trúlausir og jafnvel heiðingjar. Annarra sveita menn skoðuðu þá með skelfingu og næslum með hræðslu. Það voru þeir Erlemí- l,r Gottskálksson, alþingismaður í Garði, Kristján Jónsson, skáld, og Ólafur Ólafsson Esphælingur (síðar í Winnipeg), sem mót- mæltu kirkju, klerkum og kreddum. Erlendur var íslenzkur í húð og hár, bráð- gáfaður og vel lesinn, einnig skáldmæltur og hraðkvæður. Mun mest að honum hafa kveð- ið í sókn gegn kirkju og klerkum. Þegar helgiprédikanir Péturs biskups komu fyrir ahnennings sjónir, orti Erlendur brag, sem byrjaði þannig: Pétur fór að gera graut, gráðug til ad seðja naut. Kristján kenndi drengjum einn vetur und- ir fermingu. Kom hann þá einum drengnum til að yrkja rímur út af Biblíunni, og er þetta ein vísan: Eortjaldið þá fauk í tvennt, flest gekk þá úr lagi. Björgin klofna, bifast mennt, dauðir tóku slagi.*) „Biblíurímurnar“ eru svipaðar þessu sýnis- horni. Einnig má ráða í, að Keldhverfingar sumir sáu Biblíuna í réttu bókarljósi, en alls ekki himinborna. — Ekki heyrði ég þess get- ið, að Ólafur kvæði um guðsorðabækur né léti aðra gera. drykkjuskapur og glettingar. Á þeim árum var brennivínsöld mikil un> allt land. Báðir voru þeir Erlendur og Krist- ján gefnir fyrir sopann. Fóru Jteir oft til kunningja sinna og tóku sér hressingu, enda atti Erlendur víða erindi, því að liann var þá hreppstjóri. Um þessar mundir var séra Stefán Jons- son í Garði. Hann var ærið lineigður fvrir vín, eins og títt var um þresta í j)á daga- Hann var gleðimaður og frjálslyndur og lærð' ur vel. Hann var oft með þeim félögum, en þótti þeir guðlitlir stundum. Sló þá í sniá- skærur með þeim Erlendi og honum. Þeir voru báðir fríðir menn og miklir fyrir sér. Kvaddi prestur þá stundum og liélt heim- Jafnan voru þeir góðir kunningjar og mátu gáfur og drengskap hvors annars. Bóndi einn í sveitinni hét Kristján Guð- mundsson og bjó á bæ þeim, er Hóll heitir- Hann átti konu, sem Elísabet liét, Sæmunds- dóttir. Hún var ekkja, þegar Kristján gekk að eiga hana, en allefnuð og skörungur nokk- ur. Kristján var drykkjumaður á þeim ár- um. Hélt liann oft veizlur að fornum sið og hafði boð stór og mikla búsýslu. Þeir Er- lendur og Kristján skáld voru sjálfboðnir og í hinum mestu metum lijá Kristjáni bónda. Hann vildi gjarna læra að yrkja og bað þá ' ) Slæmur fermingarundirbúningur þætti þctta nú. En seinna kvað þessi sami mað'ur: „.... DrottitW telur tárin mín. Ég tnii og huggast lœt“. — Úfgef'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.