Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 41

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 41
heimilisblaðið En Anthony Tulloch hló. Vel gat verið að dauð- inn væri ekki allt af hið versta. „Jæja, þú um það, en hvenær getur ungfrú Hav- iland komið til að skrifa undir“. „Hvað er þetta“, sagði Tulloch, „þarf hún nú að skrifa undir þetta líka?“ „Já, veiztu ekki, að þið verðið bæði að skrifa samtímis undir?“ „Nei, það hafði ég ekki hugmynd um. Það tefur niig minnsta kosti um tvo daga, og ég get ekki faiið í veiðiferðina, sem ákveðin var“. „Ekki get ég að því gert“, sagði Falkland. „Alll af má búast við óþægindum af þess háttar skjölum“. „Fjandinn fjarri mér“, sagði Tulloch, „ef ég verð að bíða hér eftir Onnu, tekur það svo langan tíma að Morrison verður af veiðiferðinni, nema brúð- kaupinu sé enn einu sinni frestað“. Morrison hefði átt að láta hann vita þetta. Nú varð hann að senda önnur skeyti og taka á allii sinni þolinmæði. Honum til léttis og undrunar kom skeyti frá Önnu að fimm tímum liðnum, þar sem hún kvaðst fús til að fresta brúðkaupinu um hálf- an mánuð vegna veiðiferðarinnar. Og hún kvaðsl koma til Buluways eftir þrjá daga. Svo kom líka svar frá Blake, svohljóðandi: „Gerðu ekkert fyrr en ég hef talað við þig“- Ant- hony lagði ekki sérlega mikið upp úr þessu skeyti. Hugði helzt að Blake mundi koma mjög bráðlega til Buluways. Og hann hlakkaði til að hitta hann. Enginn gat verið kærkomnari félagi. Þrem dögum síðar voru þau öll saman komin á brautarstöðinni. Ekki vissu þau Anna og Morri- son, að Blake var með lestinni. Hann þóttist hafa neyðzt til að halda kyrru fyrir sökum aðkenning- ar af hitaveiki. En Morrison og Anna voru ekki trú- uð á þessi ummæli hans. Morrison fylgdi Önnu að herbergisdyrum henn- ar, og um leið og liann rétti lienni skartgripaskrín hennar, fékk hún tækifæri til að hvísla: „Vertu varkár. Blake hefur uppgötvað eitthvað“. „Eg veit það, flýttu þér og komdu niður. Þeir tnega ekki talazt við, áður en skjölin eru undir- skrifuð“. 149 ur í vikurlögin, sem eru þakin þykku inoldarlagi lausu. Frjó jörð er ekki mikil, hvorki á Oahu né hinum eyjunum nema á Kaui.*) Því er liún kölluð ald- ingarður Hawaji-eyja. Dalirnir eru frjósamir en fremur víðáttu- litlir. Þó hefir tekizt með listgörri vökvan að rækta jarðspildur, sem aldrei fyrr var hugsað til að nota. Eyjagróðurinn á láglendi og upp að 300 m. hæð er gras með strjál- um trjám og runnum. Af þeim ber sérstaklega að nefna engifer urtina og „Rau“ eyjabúa (eins konar ,,malva“) með glæsilegum gulum og rauðum blómum. Stofn- ar þess eru hafðir í eintrjáninga, börkurinn í föt og blómin í lækn- islyf. Ofar taka skógar við. Af hinum mörgu viðategundum er Koatré (Acacia Koa) sérstaklega merkilegt. Stofnar þess voru fyrr- um hafðir í eintrjáninga höfð- ingja, viðurinn í grasker og nú í „Ukuleba“, hörpuhljóðfæri lands- manna. Margar aðrar acaciuteg- undir er að finna í skógunum og enn fremur gúmmítré og furur. Ekki ber mikið á dýrum, þeg- ar menn ferðast um Oahu, að und- anteknum aragrúa spörfugla og stara. Þegar öllu er á botninn hvolft er fremur fátt um dýr á eyjunum. Sérstaklega einkenni- legar eru nokkrar tegundir snígla, sem eiga þar lieima, og sýnir, að eyjarnar sé fornar og einangraðar. Þótt fátt sé um dýr á landi að undanteknum fuglafjöldá í fjalla- skógum, er dýraríkið í sjónum miklu auðugra í staðinn. Ef farið er á vatnskerasafnið í Honolulu, sem heyrir nú háskól- anum til, er þar að sjá auk smokk- fiska og skjaldbakna urmul fiska með alveg ótriilegum litum. Manni liggur næstum við að segja við *) Á henni eru eldgosin hætt og hraun- in hafa mornað og orðið að frjórri tnold heldur ch á hinum eyjunum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.