Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 18
126 HEIMILISBLAÐIÐ aðir. En flestir áttu eitthvert erindi viðkom- andi annboðum og hestajárningum, ásamt fleiru og fleiru. Menn sóttu sláttinn fast. Á djúpengi stóðu menn í mitti og upp í höku frá morgni til kvölds. Á laufengi fylltust augu og eyru og nef af sandi, og menn voru hálfblindir af sandrokinu, og þó staðið þá eins lengi og slægjan fór ekki í kaf af Ijánum. I rigning- um og krapahríðum stóðu menn við slátt eins lengi og gras fór ekki í kaf. Sums staðar þurfti engjafólk að ganga tveggja klukkutíma göngu á engi og af, kvöld og morgna. Fjallgöngur byrjuðu strax og sláttur var búinn (í 21. viku) og vöruðu að öðru livoru allt fram undir veturnætur. Stundum var far- ið í fimmtu fjallgöngur, ef liitiar fyrri liöfðu mislieppnazt og lieimtur voru slæmar. Þegar göngur voru búnar, máttu menn fara í eftirleitir og selja fund á fé. Stundum fundu eftirleitarmenn fáar kindur, en oftar enga skepnu. Fjárheimtur voru vondar. Fé rann inn á jökla, og dýrbílir drápu það, einkum lömb, unnvörpum. Stundum króknaði fé eft- ir rúningar á vorin, fennti á sumrum, liljóp í gjár og gjótur undan mývargi og lagöist afvelta. 1 fyrstu göngur fóru gangnamenn ríðandi, og oft í aðrar göngur, en gangandi eftir að þær liðu. HAUSTVERK. Haustverk voru fjallgöngiír, fjárpössun, frá- gangur heyja, húsaviðgerðir, kaupstaðarferð (oftar ein). Þá var fátt fé rekið í kaupstað, en fjár- bændur slátruðu 30—100 kindum fyrir heim- ilið. Sauðir þóttu naumast leggjandi að velli yngri en þrevetrir. Þeir þótlu allvænir, ef þeir jöfnuðu sig í tvö lýsipund (30 pund) á tvo mörva og fjögurra lýsipunda fall. Kjöt- ið var saltað í tunnur og hengt upp í eldhús og þurrkað í reyk. Mörvar voru saxaðir og bræddur tólgur úr þeim. Þá voru steypt kerti til hátíða og vetrar- ins. Þau voru venjulega steypt í strokk og kölluð „strokkkerti“. Einnig voru búin til hamskerti og krökkum gefin. Sumir bjuggu til klókerti og kóngakerti. Voru þau gefin á jólanóttina. Það var alsiða, að gefa öllum á bænum kerti þá nótt. Sumir fengu tvo, ef þeir liöfðu öðrum fremur eitthvað ljos' vant að starfa. Tólgnum var rennt í belgi. Þótti sá g°ð' ur bóndi, er flutti sex tólgarbelgi í kaupstað- Þá var tólgur í háu verði og kaupmenn sott- ust eftir honum. Sumir gerðu til kola á hauslin, ef tíð var góð frameftir. Menn óku áburði á tún á haust- in og gerðu við túngarða. VETRARSTÖRF. Fjárgeymsla- hyrjaði strax, er réttir byrj' uðu. En fé var látið liggja úti víðast þar, sem útbeit var, eins lengi og vetur skall ekki a. Stundum fennti fé í fyrstu hríðum. í beztu vetrum kom fé ekki í hús fyrir fengitíð og lömbum ekki kennt át fyrr en eftir nýár. Kýr voru teknar í fjós strax og snjóa t°r og stóðu inni á gjöf ekki skemur en 26 vikur- Þær voru flestar „snemmbærar“ eða „haust- bærar“. Fimmtán marka kýr þótti góð, 011 sumar mjólkuðu 24 merkur í mál, en þær voru fágætar. Hestar gengu úti frameftir öllum vetn- Voru þeir ekki teknir í liús fyrr en holdsloppnir. Þá var þeini gefið moð frá.kuni og lömbum og farið illa með þá. — Stund- um gengu þeir af á Mývatnsöræfum eða félb1 og fóru í gjár. Þar, sem geitur voru, var þeim gefin ta°a með beitinni, og mjólkuðu þær fram um j0^ og allan veturinn, ef þær voru teknar á gj0^ og haft hlýtt á þeim. — Þeir, er það gerðu, höfðu þær í baðstofu eða undir palli. — Gaiu- alt fólk hafði mikla trú á heilnæmi í gelta' mjólk. Þeir, sem létu mjólka geitur á vetr- um, áttu enga kú, en fleira sauðfé. Smáband var tætt úr haustull. K°»lU spunnu og prjónuðu, þæfðu ogtrédrógu. Karl- menn hömuðust við að kemba og prjóna, þe£' ar þeir voru í baðstofu. Það þótti góður prjónamaður, sem prjónaði sokkinn á vöku- Sokkurinn var átta fingurhæðir af fit °^aU á hælstall; en framleisturinn 21/, fingurhæð. Bændur lögðu smábandið inn hjá kaup- mönnum fyrir nýárið. Þá var regla að vera skuldlaus um nýár í kaupstaðnum. Þegar smábandi var lokið, var farið að tæta plögg (vettlinga og sokka) lianda heiina- fólkinu. Þá var byrjað á að spinna í vefi-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.