Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 9
heimilisblaðið
117
Jónas.
Daníel.
Jafningja, sem skilur sigra lians og samgleðst
þeim og ber með honum ósigra hans. Sá jafn-
mgi og lífsförunautur var konan.
Eitt rif úr tnannsins síðu, annað ekki
— en ekkert rif ég skennntilegra þckki-
°rti gamankvæðahöfundur úr Yestmannaeyj-
utn út af sköpunarsögu konunnar í upphafi
Mósebókar. Hér á þessari ntynd yrkir annar
höfundur út af sama efni.
Yndisþokki þessarar myndar er einn út
af fyrir sig nægilegt svar til þeirra, sem af
’ntynduðuin menningarhroka telja sig þess
Utnkomna að varpa rýrð á hina barnalegu,
8aklausu sögu um koniu konunnar í heiminn,
eftír kristnum trúarskilningi, án þess svo mik-
tð sem að leyfa huganum að þenjast ofurlítið
ut og finna jöfnuðinn milli manns og konu
1 nýju veldi, þegar hin fyrsta kona er fædd
af manni, en síðan hvar maður fæddur af
k°nu. Hér er ekki verið að fara með náttúru-
frseðileg ar útlistanir á tilorðningu beggja
^ynjana og sambandi þeirra á rnilli, heldur
8ýnt á einföldu og ljósu máli hve líf þeirra
er hvort öðru tengt og þau hafa frá upphafi
ekki getað án hvors annars verið.
^að er guðleg ráðstöfun, að konan varð
til. Enn dregur listamaðurinn þetta skýrl
fram. 1 vinstra liorni myndarinnar neðan til
hvílir Adam í værum svefni. Líkami lians
myndar bogadregna línu frá láréttum flöt.og
þessi bogahreyfing heldur áfram í líkama
Evu, sem hefur að því er virðist sprottið fram
undan síðu Adams. Með bljúgum hug og með
bænastaf sézt hún vera í þann veginn að
krjúpa fram fyrir Guði, sem liefur kallað
liana til lífsins. Það virðist sem Guð sé þung-
ur á brún. Ef til vill er liann að hugsa um
þá erfiðleika, sem bíða þessara tveggja líf-
vera. Hann veit, að skammt fram undan er
ósigur þeirra, sá, sem kom með dauðann, vold-
ugasta óvin lífsins, inn í tilveruna. Guð er
hér málaður með dekkri litum, en á öðrum
af þessum myndum. En eins og alltaf áður
her andlit lians og persóna hæzt yfir og til
hans stefnir öll hreyfing í myndinni.
Fimmta myndin er: Fall mannsins og brott-
reksturinn úr aldingarðinum Eden. Myndin
skiptir um svið eins og nafn hennar bendir
til. Til vinstri handar sézt höggormurinn rétta
Evu eplið — trjástofninn, sem höggormur-
inn vefst utan um, hagnýtir listamaðurinn
til að skipta myndinni í sundur og rammar
með honum inn þessa sorglegu óhlýðnissögu.